Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g90 8.10. bls. 3-4
  • Fréttaþyrst öld

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fréttaþyrst öld
  • Vaknið! – 1990
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Fréttaþorsti nútímans
  • Fréttamiðlun framtíðarinnar
  • Hvernig sjónvarpið hefur breytt heiminum
    Vaknið! – 1991
  • Getur þú treyst fréttunum sem þú færð?
    Vaknið! – 1990
  • Einstök bók
    Vaknið! – 2008
  • Gleðitíðindi
    Syngjum af gleði fyrir Jehóva
Sjá meira
Vaknið! – 1990
g90 8.10. bls. 3-4

Fréttaþyrst öld

MENN hafa alltaf viljað fá fréttir af því sem er að gerast í kringum þá. Þeir vilja fá að vita tafarlaust af óvenjulegum eða sérstæðum atburðum. Frægt er þegar hraðboði var gerður út með frétt árið 490 f.o.t. Þetta var hermaður sem hljóp um 40 kílómetra til Aþenu til að flytja þær fregnir að Persar hefðu verið sigraðir. Sagt er að hann hafi hnigið örendur til jarðar eftir að hafa skýrt frá sigrinum við Maraþon.

Núna færa um 600 milljónir sjónvarpstækja og 1,4 milljarðar útvarpstækja heiminum fréttir af því sem gerðist fyrir aðeins fáeinum klukkustundum eða jafnvel mínútum. Suma atburði er jafnvel hægt að sjá um leið og þeir gerast. Dag hvern eru prentaðar hundruð milljóna dagblaða auk tugmilljóna tímarita á tugum tungumála til að svala fréttaþyrstum heimi.

Jóhannes Gutenberg fann upp á því fyrstur manna fyrir tæplega 550 árum að prenta með lausu letri. Uppfinning hans varð til þess að nú var hægt að koma fréttum á prentuðu máli fljótt á framfæri. Fyrstu fréttablöðin komu þó út í takmörkuðu upplagi, og sökum þess að þau voru dýr voru það oft ekki aðrir en hinir ríku sem höfðu efni á þeim.

Brátt kom spurningin um fréttafrelsi til umræðu. Á 17. öld gaf Renaudot út fréttablaðið Gazette en það var með samþykki Frakklandskonungs og flestar fréttirnar voru birtar að fyrirmælum stjórnvalda. Á þeim tíma þorðu fáir blaðamenn að bjóða yfirvöldum þess lands, sem þeir bjuggu í, byrginn.

Fréttaþorsti nútímans

Undir lok 19. aldar varð mikil bylting á sviði fréttaflutnings, aðallega vegna vélvæðingar í prentun og gífurlegrar útbreiðslu dagblaða, einkum í Evrópu og Norður-Ameríku.

Brátt var farið að nota nýja tækni, einkum útvarpið, til að dreifa fréttum. Í rússnesku byltingunni árið 1917 var til dæmis notaður útvarpssendir um borð í beitiskipinu Aurora til að æsa íbúa borgarinnar Petrograd (nú Leningrad) til uppreisnar.

Á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar var útvarpið öflugt áróðurstæki, ekki síst í höndum nasista í Þýskalandi. Meðan stríðið stóð útvarpaði breska útvarpið BBC í Lundúnum einnig fréttum til Bandamanna yfir stóran hluta Evrópu og heimsins.

Enda þótt tilraunir hafi verið hafnar með sjónvarpið áður en síðari heimsstyrjöldin braust út hægði stríðið á tilkomu þess. En eftir að sjónvarpið var komið til skjalanna var það ekki lengi að breytast í fréttamiðil. Núna horfa hundruð milljónir manna á sjónvarpsfréttir dag hvern.

Á síðustu áratugum hafa mörg sérhæfð tímarit hafið göngu sína. Eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar var tekið að gefa út vikurit með fréttaskýringum. Tímarit sem höfða til ungs fólks, kvenna, aldraðra, íþróttafólks og lagtækra manna seljast í stórum upplögum. Í Frakklandi hefja til dæmis um 200 ný tímarit göngu sína ár hvert. Þá eru ótaldir vikulegir fréttaskýringaþættir í sjónvarpi.

Fréttamiðlun framtíðarinnar

Nú þegar er hægt að fá aðgang að gagnabönkum í gegnum sjónvarpsskjái og víða er boðið upp á svonefnt textasjónvarp. Kapal- og gervihnattakerfi bjóða sum hver upp á fréttarásir sem senda út fréttir dag og nótt, og sumir spá því að það muni færast í vöxt á alþjóðavettvangi. Það má því með réttu segja að 20. öldin einkennist af miklum fréttaþorsta. En eru fréttirnar alltaf áreiðanlegar? Tryggir þessi margbreytta fréttaþjónusta heiðarlegar og málefnalegar fréttir?

[Mynd á blaðsíðu 4]

Sú uppfinning Gutenbergs að prenta með lausu letri var stórt skref í þróun fjölmiðlunar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila