Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g97 8.1. bls. 9-11
  • Loksins — stjórn se upprætir glæpi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Loksins — stjórn se upprætir glæpi
  • Vaknið! – 1997
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • „Heimsharmleikur“
  • Stjórnin sem upprætir glæpi
  • Heimur án glæpa
  • Þegar glæpir voru ekki til
    Vaknið! – 1998
  • Baráttan við glæpina
    Vaknið! – 1997
  • Hin vonlausa barátta gegn glæpum
    Vaknið! – 1998
  • Er til land án glæpa?
    Vaknið! – 1997
Vaknið! – 1997
g97 8.1. bls. 9-11

Loksins — stjórn sem upprætir glæpi

BIBLÍAN sagði fyrir að á okkar tímum yrðu menn „sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir, kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er.“ (2. Tímóteusarbréf 3:2, 3) Svona fólk fremur glæpi.

Þar eð fólk fremur glæpi þá dregur úr glæpum um leið og fólk breytir sér til hins betra. En fólk hefur aldrei átt auðvelt með að bæta sig. Núna er það erfiðara en nokkru sinni fyrr, því að við höfum lifað ‚síðustu daga‘ þessa heimskerfis frá 1914 eins og tímatalsfræði Biblíunnar staðfestir. Eins og Biblían sagði fyrir eru þetta „örðugar tíðir.“ Það er Satan djöfullinn, mesta glæpavera sögunnar, sem veldur því að tímarnir eru svona örðugir, en hann er ævareiður, „í miklum móð, því að hann veit, að hann hefur nauman tíma.“ — 2. Tímóteusarbréf 3:1; Opinberunarbókin 12:12.

Það skýrir hvers vegna glæpir hafa aukist til muna á okkar tímum. Satan veit að honum verður bráðlega útrýmt og kerfi hans þurrkað út. Á þeim stutta tíma, sem eftir er, beitir hann öllum brögðum til að ýta undir þá mannlegu lesti sem nefndir eru í 3. kafla 2. Tímóteusarbréfs. Til að stjórnvöld geti upprætt glæpi þurfa þau þess vegna að losna undan áhrifum Satans og einnig að hjálpa fólki að breyta sér þannig að það hegði sér ekki lengur eins og lýst er hér að framan. En ræður nokkur stjórn við þetta ofurmannlega verk?

Engin mennsk stjórn ræður við það. J. Vaskovitsj, lögfræðikennari í Úkraínu, segir að það þurfi „sameiginlegt ráð hæfra manna til að sameina og samstilla viðleitni allra ríkja og opinberra stofnana.“ Og Fidel Ramos, forseti Filippseyja, sagði á heimsráðstefnu um glæpi: „Framfarir í fjarskiptum og samgöngum hafa minnkað heiminn. Glæpir hafa þar af leiðandi náð að teygja anga sína yfir landamæri þjóða og þróast upp í alþjóðlegt vandamál. Það leiðir af sjálfu sér að lausnirnar ættu líka að vera alþjóðlegar.“

„Heimsharmleikur“

Sameinuðu þjóðirnar eru alþjóðasamtök. Allt frá stofnun sinni hafa þær leitast við að berjast gegn glæpum. En þar á bæ finnast engar betri lausnir en hjá einstökum ríkisstjórnum. Bókin The United Nations and Crime Prevention segir: „Innanlandsglæpum hefur fjölgað svo hratt að fæstar þjóðir fá rönd við reist, og alþjóðlegir glæpir hafa aukist langt umfram það sem alþjóðasamtökin ráða við. . . . Starfsemi skipulagðra glæpasamtaka hefur vaxið óhugnanlega og haft sérstaklega alvarlegar afleiðingar á þann veg að opinberir embættismenn hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, ógnunum og verið spillt. Hryðjuverk hafa kostað tugþúsundir saklausra fórnarlamba lífið. Harðskeytt fíkniefnaverslun er orðin heimsharmleikur.“

James Madison, fjórði forseti Bandaríkjanna, sagði einu sinni: „Við myndun stjórnar, sem menn eiga að fara með yfir mönnum, er aðalvandinn fólginn í þessu: Fyrst þarf stjórnin að geta stjórnað þegnunum og síðan þarf hún að skuldbinda sig til að stjórna sjálfri sér.“ (Samanber Prédikarann 8:9.) Besta lausnin væri því sú að láta stjórn ‚manna yfir mönnum‘ víkja fyrir stjórn þar sem Guð er við völd. En er raunhæft að búast við slíkri lausn?

Stjórnin sem upprætir glæpi

Sannkristnir menn trúa því sem Biblían segir um ríki Guðs.a Það er raunveruleg stjórn. Enda þótt Guðsríki sé ósýnilegt af því að það er á himnum, sést mætavel hverju það áorkar á jörðinni. (Matteus 6:9, 10) Stjórn Guðsríkis er skipuð Kristi Jesú og 144.000 mönnum sem eru teknir „af sérhverri kynkvísl og tungu, lýð og þjóð . . . og þeir munu ríkja [yfir] jörðunni.“ Þessi volduga stjórn mun ríkja yfir ‚miklum múgi‘ þegna sem koma líka, eins og Biblían segir, „af alls kyns fólki og kynkvíslum og lýðum og tungum.“ (Opinberunarbókin 5:9, 10; 7:9) Bæði þegnar og stjórnendur eru því af alþjóðlegu bergi brotnir, sameinað fólk af öllum þjóðum sem nýtur velþóknunar Guðs.

Þar eð vottar Jehóva viðurkenna stjórn Guðs hafa þeir að mestu leyti sigrast á afbrotum innan vébanda sinna. Hvernig? Með því að virða og viðurkenna viskuna í meginreglum Biblíunnar, fara eftir þeim og með því að láta sterkasta afl alheimsins hvetja sig til verka, það er að segja anda Guðs og ávöxt hans — kærleikann. Orð Guðs segir: „Íklæðist yfir allt þetta elskunni, sem er band algjörleikans.“ (Kólossubréfið 3:14) Í meira en 230 löndum ástunda vottar Jehóva þennan kærleika og einingu sem sýnir hvernig ríki Guðs er nú þegar farið að gera ráðstafanir til að uppræta glæpi.

Þetta kom vel fram í niðurstöðum könnunar árið 1994 sem 145.958 vottar Jehóva í Þýskalandi tóku þátt í. Margir þeirra viðurkenndu að þeir hefðu þurft að sigrast á alvarlegum göllum til að verða vottar. Það var nám þeirra í Biblíunni sem hvatti þá til þess. Til dæmis sigruðust 30.060 á tóbaks- og eiturlyfjafíkn, 1437 hættu fjárhættuspili, 4362 sigruðust á ofbeldis- og afbrotahneigð, 11.149 unnu bug á löstum svo sem afbrýðisemi og hatri, og 12.820 komu á friði í fjölskyldunni þar sem samskipti höfðu verið erfið.

Þessar niðurstöður ná að vísu aðeins til votta Jehóva í einu landi, en þær eru dæmigerðar fyrir vottana um heim allan. Tökum ungan Úkraínumann, Júrí, sem dæmi. Hann var vasaþjófur um það leyti sem hann byrjaði að nema Biblíuna með vottum Jehóva. Hann hafði jafnvel farið til Moskvu þar sem hann vissi að „starf“ sitt yrði auðveldara í manngrúa stórborgarinnar.

Árið 1993 var Júrí aftur staddur í Moskvu meðal mikils mannfjölda. En enginn þeirra 23.000, sem voru staddir á Lokomotív-leikvanginum föstudaginn 23. júlí, hafði ástæðu til að óttast hann því að nú var hann einn af vottum Jehóva. Júrí var á ræðupallinum þar sem hann tók þátt í dagskrá er alþjóðlegur áheyrendahópur hlýddi á. Hann er nú breyttur maður og hlýðir fyrirmælum Biblíunnar: „Hinn stelvísi hætti að stela.“ — Efesusbréfið 4:28.

Ótalmargir hafa snúið baki við glæpum líkt og Júrí til að verða hæfir til að lifa í nýjum, réttlátum heimi Guðs. Það undirstrikar sannleikann í orðum Sir Peters Imberts, fyrrverandi yfirmanns hjá bresku lögreglunni: „Hægt væri að ná tökum á glæpum á stundinni ef allir væru tilbúnir að leggja það á sig.“ Biblíufræðslan, sem stjórn Guðs býður fram, veitir hjartahreinum mönnum þá hvöt sem þarf til að „leggja það á sig.“

Heimur án glæpa

Glæpir í hvaða mynd sem er bera vott um kærleiksskort til annarra manna. Kristnir menn fylgja fordæmi Jesú er sagði: „Elska skalt þú [Jehóva], Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.“ Og, „þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ — Matteus 22:37-39.

Guðsríki er eina stjórnin sem hefur helgað sig því að uppræta glæpi með því að kenna fólki að hlýða þessum tveim boðorðum. Núna njóta meira en fimm milljónir votta Jehóva góðs af þessari fræðslu. Þeir eru staðráðnir í að láta afbrotahneigð ekki festa rætur í hjarta sínu og eru tilbúnir að leggja á sig hvað sem þarf til að stuðla að heimi án glæpa. Það sem Guð hefur áorkað í lífi þeirra er aðeins forsmekkur þess sem hann mun gera í nýjum heimi undir himneskri stjórn sinni. Hugsaðu þér heim þar sem ekki þarf lögreglu, dómara, lögfræðinga eða fangelsi!

Að áorka þessu á heimsmælikvarða kostar umfangsmestu stjórnarbyltingu sögunnar og það er Guð sjálfur sem stendur fyrir henni. Daníel 2:44 segir: „Á dögum þessara [núverandi] konunga mun Guð himnanna hefja [himneskt] ríki, sem aldrei skal á grunn ganga, og það ríki skal engri annarri þjóð í hendur fengið verða. Það mun knosa og að engu gjöra öll þessi ríki, en sjálft mun það standa að eilífu.“ Guð mun einnig tortíma Satan og binda þar með enda á ill áhrif hans. — Rómverjabréfið 16:20.

Þegar stjórnir manna hafa loks vikið fyrir himneskri stjórn Guðs fá menn aldrei aftur að ráða hver yfir öðrum. Himneskir konungar — jafnvel æðri englunum — munu fræða mannkynið í réttlæti. Aldrei aftur verða framin launmorð, eiturgasárásir eða sprengjuárásir hryðjuverkamanna! Þá verður ekkert félagslegt ranglæti sem er kveikja glæpa! Þá skiptist mannkynið ekki lengur í ríka og fátæka!

Prófessor S. A. Aluko við Obafemi Awolowo-háskóla í Nígeríu segir: „Fátækir geta ekki sofið á nóttinni fyrir hungri; ríkir geta ekki sofið af því að hinir fátæku eru vakandi.“ En bráðlega geta allir sofið vært í þeirri vissu að stjórnin — stjórn Guðs — hafi loksins bundið enda á glæpi!

[Neðanmáls]

a Ítarlegar skýringar á því hvað Guðsríki er og hvernig það verði trúuðu mannkyni til hagsbóta er að finna í bókinni Þekking sem leiðir til eilífs lífs, gefin út af Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc.

[Mynd á blaðsíðu 10]

Fyrrverandi þjófur og fórnarlamb hans eru nú sameinaðir sem kristnir bræður.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila