Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 23 bls. 60-bls. 61 gr. 4
  • Þeir gáfu Jehóva loforð

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þeir gáfu Jehóva loforð
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Jehóva gefur lögmál sitt
    Biblíusögubókin mín
  • Lærum að þekkja vegi Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Þeir sviku loforðið
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Logandi runni
    Lærum af sögum Biblíunnar
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 23 bls. 60-bls. 61 gr. 4
Ísraelsmenn standa við rætur Sínaífjalls.

SAGA 23

Þeir gáfu Jehóva loforð

Ísraelsmenn settu upp tjöldin sín við Sínaífjall um tveim mánuðum eftir að þeir fóru út úr Egyptalandi. Jehóva kallaði á Móse. Móse fór upp á fjallið og Jehóva sagði við hann: ‚Ég bjargaði Ísraelsmönnum. Ef þeir hlýða mér og lögum mínum verða þeir sérstök þjóð mín.‘ Móse labbaði aftur niður og sagði Ísraelsmönnum frá því sem Jehóva hafði sagt. Hvernig svöruðu Ísraelsmenn? Þeir sögðu: ‚Við munum gera allt sem Jehóva segir okkur að gera.‘

Móse labbaði aftur upp á fjallið. Þar sagði Jehóva: ‚Eftir þrjá daga tala ég við þig. Segðu fólkinu að reyna ekki að komast upp á Sínaífjall.‘ Móse fór aftur niður og sagði Ísraelsmönnum að gera sig tilbúna til að hlusta á það sem Jehóva vildi segja þeim.

Ísraelsmenn sjá eldingu og dimmt ský yfir Sínaífjalli.

Eftir þrjá daga sáu Ísraelsmenn eldingar og dimmt ský á fjallinu. Þeir heyrðu líka háværar þrumur og hornablástur. Jehóva steig niður á fjallið í eldi. Ísraelsmenn skulfu af hræðslu. Allt fjallið hristist og það varð reykur á því öllu. Það varð meiri og meiri hávaði í hornablæstrinum. Þá sagði Guð: ‚Ég er Jehóva. Þú mátt ekki tilbiðja neina aðra Guði.‘

Móse fór enn og aftur upp á fjallið. Jehóva gaf honum lög fyrir fólkið um hvernig það ætti að tilbiðja hann og hvernig það ætti að hegða sér. Móse skrifaði niður þessi lög og las þau síðan upp fyrir Ísraelsmennina. Þeir lofuðu: ‚Við munum gera allt sem Jehóva segir okkur að gera.‘ Já, þeir gáfu Guði loforð. En myndu þeir standa við það?

„Þú skalt elska Jehóva Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sál þinni og öllum huga þínum.“ – Matteus 22:37.

Spurningar: Hvað gerðist á Sínaífjalli? Hvað lofuðu Ísraelsmennirnir að gera?

2. Mósebók 19:1–20:21; 24:1–8; 5. Mósebók 7:6–9; Nehemíabók 9:13, 14

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila