Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.9. bls. 32
  • Snortin af ráðvendni votta Jehóva

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Snortin af ráðvendni votta Jehóva
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Svipað efni
  • Hugrakkir og ráðvandir í ofsóknum nasista
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • Árásir nasista og fasista á votta Jehóva
    Vaknið! – 1985
  • Hvernig var farið með votta Jehóva á tímum helfararinnar?
    Spurningar og svör um Votta Jehóva
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.9. bls. 32

Snortin af ráðvendni votta Jehóva

ÁRIÐ 1978 heimsótti Christine E. King deildarskrifstofu votta Jehóva í Lundúnum. Hún var að leita upplýsinga um reynslu votta Jehóva í Þýskalandi á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, í sambandi við doktorsritgerð sem hún var að vinna að. Meðan hún var að safna efninu varð hún fyrir svo djúpum áhrifum af óhagganlegri afstöðu votta Jehóva í Þýskalandi á tímum nasista, að hún ákvað að lengja ritgerð sína og gera þannig úr garði að hægt yrði að gefa hana út sem bók. Eftir að hafa hlotið doktorsgráðu sína sagði hún í bréfi til deildarskrifstofunnar: „Starf mitt vegna sögu votta Jehóva hefur reynst mér mjög krefjandi viðfangsefni og ég get ekki annað en dáðst að viðbrögðum þýskra votta við nasistum. Ég vona að bók mín muni endurspegla það.“ Bók hennar ber heitið The Nazi State and the New Religions: Five Case Studies in Non-Conformity.

Tölur dr. Kings um votta Jehóva sem sátu í fangabúðum eða létust þar eru mjög eftirtektarverðar. Þær benda til að þær tölur, sem vottar Jehóva hafa áður birt, hafi verið allt of lágar. Heimildir dr. Kings fyrir þessum tölum er rita eftir Michael Kater, gefið út í München í Þýskalandi. „Ég hef sjálf skoðaða réttarbækur og skrár Gestapó,“ segir hún, „og þær styðja örugglega þessar hærri tölur.“

Hverjar eru þessar tölur? „Um 10.000 voru hnepptir í fangelsi og fangelsisdómar þeirra námu samanlagt 20.000 árum. Annar hver þýskur vottur var hnepptur í fangelsi og fjórði hver týndi lífi.“

„Þótt leikurinn væri ójafn,“ hélt hún áfram, „komu vottarnir í fangabúðunum saman og báðust fyrir saman, bjuggu til rit og sneru mönnum til trúar. Bræðralag þeirra var þeim mikill styrkur, og ólíkt mörgum öðrum föngum var þeim vel kunnugt um hvers vegna slíkir staðir voru til og hvers vegna þeir þurftu að þjást þannig. Vottarnir voru lítill en minnisverður hópur fanga, merktir fjólubláum þríhyrningi og þekktir fyrir hugrekki sitt og trúarsannfæringu.“

Dr. King sagði enn fremur: „Vottarnir héldu sér við guðfræðilegar meginreglur; þeir voru ‚hlutlausir‘, þeir voru heiðarlegir og þeim var hægt að treysta fullkomlega og af þeim sökum, svo kaldhæðnislegt sem það er, voru þeir oft valdir til að þjóna S.S. mönnum [svo nefndist stofnunin sem rak fangabúðirnar]. Einn S.S. foringi lét þau orð falla að einungis votti Jehóva væri treystandi fyrir að raka húsbónda sinn með rakhníf án þess að beita honum til voðaverka.“

Eftir að hafa látið þess getið að ógnarstjórn nasista hafi hrætt aðra sértrúarhópa til eftirgjafar sagði dr. King: „Aðeins gegn vottunum tókst stjórnvöldum ekki það sem þau ætluðu sér, því að enda þótt þau hefðu drepið þúsundir þeirra hélt starfið [prédikunin um ríki Jehóva] áfram og í maí 1945 var hreyfing votta Jehóva enn á lífi en nasisminn ekki. Vottunum hafði fjölgað og þeir höfðu í engu látið undan. Hreyfingin hafði eignast píslarvotta og háð enn einn sigursælan bardaga í stríði Jehóva Guðs.“

[Neðanmáls]

a „Die Ernsten Bibelforscher Im Dritten Reich“ í Vierteljahrs Hefte Für Zeitgeschichte, 17. bindi, München, 1969.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila