Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.5. bls. 4-7
  • Harmagedón — Miðausturlönd og Biblían

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Harmagedón — Miðausturlönd og Biblían
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Endanlega hafnað?
  • Trúhvarf í framtíðinni?
  • Eiga Gyðingar að búa í fyrirheitna landinu „að eilífu“?
  • Harmagedón — hvar?
  • Harmagedón er tilhlökkunarefni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • Hvað er stríðið við Harmagedón?
    Biblíuspurningar og svör
  • Hefst Harmagedón í Ísrael? – Hvað segir Biblían?
    Fleiri viðfangsefni
  • HARMAGEDÓN — það sem það er ekki
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.5. bls. 4-7

Harmagedón — Miðausturlönd og Biblían

„ÍSRAELSRÍKIÐ er miðpunktur allra spádómanna,“ fullyrðir rithöfundurinn Hal Lindsey. (The 1980‘s: Countdown to Armageddon) Hugmyndir bókstafstrúarmannanna um Harmagedón eru því að öllu leyti byggðar á sannfæringu þeirra um að Ísraelsríkið njóti sérstöðu í augum Guðs. Þeir álíta að Guð muni skerast í leikinn þegar óvinir Ísraelsríkisins reyna að eyða því.

Biblían gefur hins vegar til kynna að Gyðingaþjóðin hafi glatað hylli Guðs og vernd þegar hún hafnaði syni hans, Jesú Kristi. (Postulasagan 3:13, 14, 19) Jesús sagði þeim það sjálfur berum orðum: „Guðs ríki verður frá yður tekið og gefið þeirri þjóð, sem ber ávexti þess.“ — Matteus 21:43.

Endanlega hafnað?

Guðfræðingarinir John F. og John E. Wallvoord (sem áður er getið) hafa mótrök gegn þessari skoðun. Þeir segja: „Páll postuli gaf berlega til kynna að fyrirheit Gamlatestamentisins við Ísrael ættu enn eftir að rætast. Páll skrifaði: ‚Ég spyr nú: Hefur Guð útskúfað lýð sínum? Fjarri fer því!‘ (Rómverjabréfið 11:1)“ Þeir láta hins vegar vera að vitna í síðara hluta versins: „Sjálfur er ég Ísraelsmaður, af kyni Abrahams, ættkvísl Benjamíns.“ Hvað átti Páll við með þessu?

Páll getur ekki hafa trúað að Ísraelsmenn sem þjóð nytu enn sérstöðu hjá Guði því að hann hafði ‚hryggð mikla og sífellda kvöl í hjarta sínu‘ yfir þverúð þeirra gegn gæsku Guðs. (Rómverjabréfið 9:2-5) Í Rómverjabréfinu 9:6 bætir Páll við: „Það er ekki svo sem Guðs orð [við Abraham] hafi brugðist. Því að ekki eru allir þeir Ísraelsmenn, sem af Ísrael [að holdinu] eru komnir.“ Tökum eftir því sem Páll er að segja hér: sökum þess að Gyðingarnir höfnuðu Kristi leit Guð ekki lengur á þá sem Ísrael! Smurður söfnuður fylgjenda Jesú Krists var nú hinn sanni „Ísrael,“ verkfæri Guðs til að blessa allt mannkynið. — 1. Pétursbréf 2:9; Galatabréfið 3:29; 6:16; 1. Mósebók 22:18.

Guð hafnaði þó ekki Gyðingunum sem einstaklingum því að Páll sagði: „Sjálfur er ég Ísraelsmaður.“ Einstaklingar af Gyðingaþjóðinni gátu, eins og Páll, orðið hluti hins andlega Ísraels ef þeir tóku við Kristi. Aðeins „leifar,“ minnihluti þjóðarinnar, kaus að gera það. — Rómverjabréfið 11:1, 5.

Trúhvarf í framtíðinni?

Sumir sjá samt sem áður fyrir sér að allir Gyðingar að holdinu muni skyndilega taka sinnaskiptum. „Þrengingin mikla, sem mun fylgja upphrifningu kirkjunnar,“ fullyrðir einn bókstafstrúarmaður, „mun verða leiðin til að snúa Ísrael [til kristni].“ Athyglisvert er að gefa gaum að því sem Páll segir í Rómverjabréfinu 11:25, 26: „Forherðing er komin yfir nokkurn hluta af Ísrael og varir þangað til heiðingjarnir eru allir komnir inn. [þangað til fullur fjöldi fólks af þjóðunum er kominn inn, NW] og þannig mun allur Ísrael frelsaður verða.“

Var Páll hér að spá fjöldatrúhvarfi Gyðinganna í framtíðinni? Hvernig gæti það verið fyrst hann sagði sjálfur að einungis leifar Gyðinganna myndu taka við Kristi? (Rómverjabréfið 11:5) Að vísu sagði Páll að „fullur fjöldi“ heiðingja kæmi inn í kristna söfnuðinn.a En Richard Lenski, sem er fræðimaður í grískri tungu, bendir á að orðin „þangað til“ í þessu samhengi þurfi ekki sjálfkrafa að gefa til kynna trúhvarf síðar meir. (Berið saman notkun gríska orðsins ahkri, „þangað til,“ í Postulasögunni 7:17, 18 og Opinberunarbókinni 2:25.) Páll ér í rauninni að segja að Gyðingar að holdinu mundu halda áfram að vera ‚forhertir‘ allt til endalokanna. Í visku sinni fullnar Guð samt sem áður ‚fullan fjölda‘ andlegu Ísraelsmanna (144.000) með því að leiða trúaða menn af þjóðunum inn í kristna söfnuðinn. „Og þannig [ekki með því að Gyðingaþjóðin taki sinnaskiptum] mun allur Ísrael [hinn andlegi] frelsaður verða.“

Eiga Gyðingar að búa í fyrirheitna landinu „að eilífu“?

En hvað um landið þar sem Ísraelsríkið er? Hefur Guð einhvern sérstakan áhuga á því? Margir, svo sem mótmælendaguðfræðingurinn William Hurst, telja svo vera. Hurst segir: „Enginn skiki á yfirborði jarðar hefur verið eftirsóttari eða gefinn stöðugri gaumur af þjóðunum en Gyðingaland.“ Hann vitnar í 1. Mósebók 13:14, 15 og minnir á að Guð hafi lofað að gefa land þetta afkvæmi Abrahams „ævinlega.“

Er Jehóva Guði þá skylt að vernda Ísraelsland fyrir innrás? Ef svo væri gæti Harmagedón í Miðausturlöndum verið yfirvofandi. Það sem Guð sagði Abraham var þó ekki að afkomendur hans ættu að búa í þessu landi að eilífu, heldur aðeins um „óákveðið“ tímabil.b (1. Mósebók 13:14, 15) Með því að hafna Jesú Kristi glötuðu Gyðingar öllum rétti sínum til þessa lands — og til verndar Guðs.

Harmagedón — hvar?

Í Opinberunarbókinni 16:14, 16 segir Biblían að áróður innblásinn af illum öndum muni leiða leiðtoga heimsins „til stríðsins á hinum mikla degi Guðs hins alvalda.“ Þar segir einnig: „Og þeir söfnuðu þeim saman á þann stað, sem á hebresku kallast Harmagedón.“ Gefur þetta ekki til kynna að háð verði lokastyrjöld í Miðausturlöndum? Nei, því að enginn staður er til sem heitir „Harmagedón“ (merkir bókstaflega „Megiddófjall“). Á tímum Biblíunnar var til borg í Miðausturlöndum sem sýnd er á forsíðu þessa blaðs. Í grennd við Megiddó voru háðar margar styrjaldir, sem skipta sköpum, en þar hvorki var né er nokkurt fjall. „Harmagedón“ hlýtur því að vera táknrænn staður. Táknrænn um hvað?

Spádómur Esekíels sýnir að árás fjölþjóðlegs hers á „Ísrael“ hleypir Harmagedónstríðinu af stað. Forsprakki árásarmannanna er „Góg í Magóglandi,“ en liðsafnaður hans mun koma æðandi „lengst úr nórðri.“ Hver er þessi „Góg“? Bókstafstrúarmaðurinn og guðfræðingurinn Hal Lindsey segir fullur sjálfsöryggis (og margir eru sömu skoðunar): „Það er aðeins ein þjóð lengst í norðri miðað við Ísrael — Sovétríkin.“ Hann hefur einnig búið til þá kenningu að þeir sem mynda ‚herflokka‘ Gógs (kallaðir Mesek, Túbal, Persar, Blálendingar, Pútmenn, Gómer og Tógarma í Biblíunni) verði bandamenn Sovétríkjanna, fyrst og fremst Arabaríkin. — Esekíel 38:1-9, 15.

Þjóðirnar í bandalagi Gógs, sem upp eru taldar, voru þó ekki sérlega áberandi á dögum Esekíels. Spádómurinn átti auk þess að uppfyllast „á síðustu árunum“ þegar hinir hefðbundnu fjendur Forn-Ísraels yrðu horfnir af sjónarsviðinu. (Esekíel 38:8) Hið lítt þekkta og fjarlæga „Magógland“ Gógs getur því ekki táknað hin áberandi Sovétríki sem eru auk þess alls ekkert fjarlæg.

Hver býr þá i ‚fjarlægu‘ landi og ber í brjósti ákaft hatur til fólks Guðs? Í Opinberunarbókinni 12:7-9, 17 svarar Biblían: „Hófst stríð á himni: Míkael og englar hans fóru að berjast við drekann. . . . Og drekanum mikla var varpað niður, hinum gamla höggormi, sem heitir djöfull og Satan.“ Hver voru viðbrögð Satans við því að vera varpað niður af himnum í niðurlægingu á andlegu tilverusviði? Biblían svarar: “Þá reiddist drekinn konunni [himnesku skipulagi Guðs] og fór burt til þess að heyja stríð við aðra afkomendur hennar, þá er varðveita boð Guðs og hafa vitnisburð Jesú.“

„Góg“ er sem sé Satan. Um áratuga skeið hafa Satan og djöflasveitir hans háð þetta stríð gegn leifum hinnar andlegu Ísraelsþjóðar — hinum smurða kristna söfnuði. (Galatabréfið 6:16) Þessir kristnu menn eru dreifðir um alla jörðina; þeir búa ekki einhvers staðar miðsvæðis þar sem sambandsher í Miðausturlöndum gæti ráðist á þá. En eins og Esekíel spáði ,búa þeir óhultir‘ undir verndarhendi Guðs. (Esekíel 38:11) Hið sama verður tæpast sagt um Ísraelsþjóðina af holdi nú á tímum sem er umkringd óvinveittum grannríkjum og á við að glíma pólitíska og félagslega erfiðleika heima fyrir.

Biblían sýnir þó að þessi heimur muni taka róttækum breytingum. „Babýlón hinni miklu,“ heimsveldi falskra trúarbragða, verður skyndilega gereytt. (Opinberunarbókin 18. kafli) Með þessari skyndilegu eyðingu falstruarbragðanna munu sannkristnir menn, sem eru eftir, virðast varnarlausir og Satan eða „Góg“ mun ekki geta staðist þá freistingu að reyna að tortíma þeim. Hann mun sjá til þess að undir áhrifum illra anda sé ‚konungum allrar heimsbyggðarinnar‘ safnað saman ‚til stríðsins á hinum mikla degi Guðs hins alvalda“ við Harmagedón. — Esekíel 38:12-16; Opinberunarbókin 16:14, 16.

„Harmagedón“ er því ekki staður í Miðausturlöndum heldur ákveðnar aðstæður í heiminum. Allur heimurinn verður sameinaður í andstöðu sinni gegn Jehóva Guði og vottum hans. (Jesaja 43:10-12) Það er illskeytt árás Satans á sannkristna menn — ekki stríð milli þjóða á einhverjum stað í Miðausturlöndum — sem fær Guð til að berjast til varnar fólki sínu‘ — Esekíel 38:18-23; Sakaría 2:12.

Sannkristnir menn nú á tímum láta því ekki nægja að fylgjast aðgerðarlausir með þróun mála í Miðausturlöndum. Helsta hugðarefni þeirra er að benda fólki á það sem orð Guðs segir um þetta væntanlega stríð. Vottar Jehóva hafa getið sér orð um allan heim fyrir að bera þennan boðskap óttalaust inn á heimili manna. En þér kann að vera spurn hvers vegna Guð kærleikans láti slíkt stríð verða. Er mögulegt að lifa það af? Næstu tvö tölublöð Varðturnsins munu fjalla um það.

[Neðanmáls]

a Trúfélög kristna heimsins hafa ekki þann skilning að ákveðinn fjöldi, sem Biblían opinberar vera 144.000, skuli mynda hinn andlega Ísrael. (Opinberunarbókin 7:4) Af því leiðir að sumir komast að þeirri röngu niðurstöðu að Páll hafi spáð fjöldatrúhvarfi bæði Gyðinga og heiðingja. Dæmisaga Páls um olíutréð í 11. kafla Rómverjabréfsins er hins vegar út í bláinn sé ekki um að ræða fastákveðinn fjölda.

b Þótt sumir þýði hebreska orðið oh.lamʼ „að eilífu“ merkir það, að sögn hebreskufræðingsins William Gesenius, „hulinn tími, það er óljós og langur, með óljóst eða óákveðið upphaf eða endi.“ Nelsonsʼs Expository Dictionary of the Old Testament bætir við: „Með forsetningunni ad getur orðið merkt ‚inn í óákveðna framtíð.‘“ — Samanber 5. Mósebók 23:3; 1. Samúelsbók 1:22, NW.

[Mynd á blaðsíðu 5]

Eru núverandi atburðir í Miðausturlöndum fyrirboði um Harmagedón?

[Mynd á blaðsíðu 6]

Er Jerúsalem miðpunktur þeirra atburða sem hleypa Harmagedón af stað?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila