Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w88 1.12. bls. 3
  • Jesús Kristur — Guð, maður eða goðsögn?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jesús Kristur — Guð, maður eða goðsögn?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Svipað efni
  • Mesta mikilmenni sem lifað hefur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
  • Ranghugmynd eða staðreynd? — sannleikurinn um Jesú
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Kristur, „sonur hins lifanda Guðs“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Varðveitum kristna sjálfsmynd okkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
w88 1.12. bls. 3

Jesús Kristur — Guð, maður eða goðsögn?

ÁRIÐ 1971 var frumsýndur við Broadway í New York rokksöngleikur sem átti eftir að valda miklum deilum, enda viðfangsefnið trúarlegt. Þó var viðfangsefnið líklega ekkert meira deiluefni en aðalpersónan hefur alla tíð verið.

Í textanum við eitt laganna, sem náði miklum vinsældum, var spurt: „Jesús Kristur, ofurstjarna, heldur þú að þú sért það sem menn segja þig vera?“ Hvern sögðu menn á fyrstu öld Jesú Krist vera? Jesús spurði lærisveina sína að því og fékk nokkur mismunandi svör. (Matteus 16:13, 14) Núna, næstum 2000 árum síðar, deila menn enn um það hver Jesús Kristur hafi eiginlega verið.

En skiptir það í raun einhverju máli hver Jesús var? Hvaða áhrif getur það haft á okkur? Er hann ekki bara eitt af þeim stórmennum liðinna alda sem mótaði heimssöguna og hafði þar með bein eða óbein áhrif á okkur? Þessir menn eru núna dánir og þótt þeir hafi með verkum sínum haft einhver áhrif á okkur geta þeir ekki haft nein áhrif á okkur núna.

Um Jesú Krist gegnir þó allt öðru máli. Milljónir manna trúa því að hann sé enn lifandi, ekki sem maður á jörðinni heldur sem voldugur andi á himnum, og byggja þá trú á góðum grunni sönnunargagna. Það sem Jesús hefur verið að gera, einkanlega núna á 20. öldinni, hefur haft afar mikil áhrif á alla menn. Auk þess eru áhrif Jesú á líf okkar ekki takmörkuð við það sem hann hefur gert í fortíðinni heldur ráðast þau líka af því sem hann er að gera núna og til allrar hamingju einnig því sem hann mun gera í framtíðinni.

Var Jesús Kristur þá Guð sjálfur, maður eða goðsögn? Hvað heldur þú? Ef Jesús Kristur er aðeins goðsagnarvera var hann hvorki Guð né maður og næsta tilgangslaust að ræða meira um hann. Við ættum hins vegar að hafa brennandi áhuga á að kynnast Jesú sem er lifandi og hefur fengið mátt frá Guði til að veita mannkyninu varanleg gæði.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila