Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w90 1.3. bls. 29
  • Spurningar frá lesendum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningar frá lesendum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Svipað efni
  • Öðrum hjálpað að þjóna Guði
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Kenndu börnunum þínum að lofa Jehóva
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • 12. hluti: Árangursrík biblíunámskeið
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Hjálpum biblíunemendum að verða boðberar fagnaðarerindisins
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
w90 1.3. bls. 29

Spurningar frá lesendum

◼ Má bjóða biblíunemanda með út í starfið á akrinum til að hann geti séð hvernig það fer fram, í ljósi hinna nýju upplýsinga um óskírða boðbera?

Óskírðir einstaklingar, sem fara með vottum Jehóva út í þjónustuna á akrinum, eru fyrst og fremst einstaklingar sem eru orðnir hæfir til að þjóna sem boðberar fagnaðarerindisins.

Margir virða votta Jehóva fyrir hið einstæða og góða starf þeirra að ‚gera menn að lærisveinum og kenna þeim,‘ bæði hús úr húsi og eins með því að nema Biblíuna á heimilum þeirra. (Matteus 28:19, 20) Hvað á fólk úti í bæ þá að halda um einstakling sem er með votti í þessari þjónustu? Það heldur eðlilega að hann sé einnig þjónn orðsins eða við það að verða það.

Að vísu geta fáeinar undantekningar komið til greina.

Í sjaldgæfum tilvikum hafa öldungar leyft fréttamanni, háskólaprófessor eða einhverjum slíkum að fylgjast með votti í þjónustunni hús úr húsi til að sjá hvernig hún fari fram. Að sjálfsögðu ætti útlit þess einstaklings og hátterni við það tækifæri ekki að stangast á við þá staðla sem við fylgjum. Og votturinn gæti jafnvel nefnt við húsráðendur að förunautur hans sé fréttamaður eða prófessor sem hefur áhuga á að sjá hvernig við vinnum hið þýðingarmikla fræðslustarf okkar.

Kristnir foreldrar taka einnig börn sín með sér út í þjónustuna, jafnvel þótt þau séu of ung eða af öðrum ástæðum ekki reiðubúin til að verða óskírðir boðberar. Foreldrarnir skilja börn sín ekki eftir heima án eftirlits. Þeir hafa þau með sér úti í þjónustunni og það gefur þeim tækifæri til að tala við þau um orð Guðs meðan þeir eru „á ferðalagi.“ (5. Mósebók 6:4-7) En þarna er um að ræða ákveðinn þátt kristins fjölskyldulífs, ekki það að taka með sér annan einstakling út í þjónustuna til að sjá hvernig hún fari fram. Slík þjálfun af hendi foreldranna býr börnin að sjálfsögðu undir það þegar þau munu sjálf dýrka Jehóva sem boðberar hans. — Matteus 21:15, 16; samanber Organized to Accomplish Our Ministry, bls. 99, 100.

En hvað þá um einstakling sem vottur nemur Biblíuna með, einstakling sem er á góðri leið með að verða lærisveinn? Hann hefur gott tilefni til að segja ættingjum sínum, vinnufélögum, nágrönnum og öðrum frá ‚stórmerkjum Guðs‘ sem hann er að læra um frá Ritningunni. (Postulasagan 2:11) Vonandi kemur að því að hann gerir sér grein fyrir nauðsyn þess að taka þátt með vottum Jehóva í skipulegu starf við ‚boðun orðs Guðs.‘ — Postulasagan 13:5.

Varðturninn greindi fyrir skömmu frá því hvaða skref væru viðeigandi áður en biblíunemandi byrjaði að taka þátt með vottunum í þjónustunni og yrði óskírður boðberi. Ekki er nema rökrétt að hann skuli hafa undirstöðuþekkingu á Biblíunni, skilji siðferðiskröfur Guðs og lifi eftir þeim og þrái að taka þátt með vottum Jehóva í hinni opinberu þjónustu. Tveir safnaðaröldungar geta því átt gagnlegar og uppörvandi samræður við hann og vottinn, sem nemur Biblíuna með honum, um slík atriði.a Það skal gert áður en biblíunemandanum er boðið að fara með boðberanum út á akurinn til að fá þar áframhaldandi þjálfun.

Skiljanlegt er að biblíunemandi, sem er hæfur til að fara út í þjónustuna á akrinum, vilji í nokkur fyrstu skiptin láta sér nægja að fylgjast með því hvernig boðberinn ber sig að og læra af honum hvernig prédikunarstarfið fer fram. Þjónn orðsins, sem tekur hann með sér, getur kennt honum smám saman, til dæmis með því að biðja hann að aðstoða af og til með því að lesa ritningarstaði, en síðan gæti hann látið hann sjálfan fara með kynningarorð. Eftir að hinn nýi er byrjaður að taka virkan þátt í að bera vitni á akrinum getur hann skilað starfsskýrslu í fyrsta sinn. Markviss framför hans til aukinnar þáttöku í starfinu kemur heim og saman við orð Jesú: „Ekki er lærisveinn meistaranum fremri, en hver sem er fullnuma, verður eins og meistari hans.“ — Lúkas 6:40.

[Neðanmáls]

a Nánari upplýsingar er að finna í Varðturninum þann 1. júní 1989, bls. 28, 29.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila