Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w08 15.12. bls. 32
  • Spurningar frá lesendum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningar frá lesendum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Spurningar frá lesendum
  • Fjögur sigurvænleg ráð
    Vaknið! – 1990
  • Er baráttan við aukakílóin vonlaus?
    Vaknið! – 1990
  • Gullni vökvinn við Miðjarðarhafið
    Vaknið! – 2008
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
w08 15.12. bls. 32

Spurningar frá lesendum

Í Nehemía 8:10 var Gyðingum sagt að borða „feitan mat“ (Biblían 1981) þó að bannað væri samkvæmt 3. Mósebók 3:17 að „neyta mörs“. Hvernig getur þetta samræmst?

Í frummálinu er notað sitt hvort orðið fyrir „feitan mat“ og ‚mör‘ í þessum tveim ritningarstöðum. Hebreska orðið kelev, sem er þýtt „mör“ í 3. Mósebók 3:17, er notað um fitu dýra eða manna. (3. Mós. 3:3; Dóm. 3:22) Af samhengi versins má sjá að Ísraelsmenn máttu ekki borða mör, það er að segja innanfituna utan um iður og nýru dýra sem færð voru að fórn, og ekki heldur fituna á mölum eða lendum þeirra því að „allur mör er eign Drottins“. (3. Mós. 3:14-16) Það átti því ekki að neyta fitu úr skrokk dýra sem færð voru Jehóva að fórn.

Þegar talað er um „feitan mat“ í Nehemía 8:10 er hins vegar notað orðið mashmannim og er þetta eini staðurinn þar sem orðið kemur fyrir í Hebresku ritningunum. Það er dregið af sögninni shamen sem merkir „að vera feitur, fitna“. Orð, sem mynduð eru af þessari sögn, virðast að jafnaði lýsa velsæld og vellíðan. (Samanber Jesaja 25:6.) Eitt algengasta orðið, sem er myndað af sögninni, er nafnorðið shemen sem er oft þýtt „olía (úr ólífum)“. (5. Mós. 8:8; 3. Mós. 24:2) Í Nehemía 8:10 virðist orðið mashmannim notað um mat sem er eldaður með mikilli olíu og jafnvel kjöt með einhverjum fituleifum þótt ekki hafi verið um að ræða hrein fitulög.

Enda þótt Ísraelsmönnum væri bannað að borða hreina dýrafitu máttu þeir borða saðsaman og bragðgóðan mat. Sumt, til dæmis kornkökur, var steikt í jurtaolíu, oft ólífuolíu. (3. Mós. 2:7) Í Insight on the Scriptures kemur fram að þegar talað sé um „feitan mat“ í Nehemía 8:10 sé átt við „væna skammta, ekki þurra eða af mögru heldur gómsæta, meðal annars lostætan mat eldaðan í jurtaolíu“. Þetta er í samræmi við orðalag íslensku biblíunnar frá 2007 þar sem talað er um „ríkulega máltíð“.

Kristnir menn eru auðvitað minnugir þess að bannið við því að borða fitu tilheyrði lögmálinu. Þeir eru ekki bundnir af lögmálinu, til dæmis ákvæðum þess um dýrafórnir. — Rómv. 3:20; 7:4, 6; 10:4; Kól. 2:16, 17.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila