Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w10 15.5. bls. 21
  • Spurningar frá lesendum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningar frá lesendum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Svipað efni
  • Þeir sviku loforðið
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Móse og Aron sýna mikið hugrekki
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2020
  • Móse slær klettinn
    Biblíusögubókin mín
  • Móse og Aron hjá Faraó
    Biblíusögubókin mín
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
w10 15.5. bls. 21

Spurningar frá lesendum

Nú bannar Jehóva skurðgoðadýrkun. Hvers vegna refsaði hann ekki Aroni fyrir að gera gullkálf?

Aron braut lög Guðs um skurðgoðadýrkun þegar hann gerði gullkálf eins og sagt er frá í 2. Mósebók kafla 32. (2. Mós. 20:3-5) Við það reiddist Jehóva Aroni ,svo mjög að hann ætlaði að eyða honum en þá bað Móse fyrir honum‘. (5. Mós. 9:19, 20) Skipti kröftug bæn Móse máli fyrir Aron? (Jak. 5:16) Svarið er já. En það voru að minnsta kosti tvær aðrar ástæður fyrir því að Jehóva bænheyrði Móse og hlífði Aroni við refsingu.

Í fyrsta lagi hafði Aron lengi verið trúfastur. Þegar Móse fékk skipun um að ganga fram fyrir faraó og leiða Ísraelsmenn úr Egyptalandi sagði Jehóva Aroni að fylgja Móse og tala fyrir hans hönd. (2. Mós. 4:10-16) Þessir tveir menn voru hlýðnir og komu mörgum sinnum fram fyrir konung Egyptalands og báru meginþungann af þrjósku hans. Aron hafði þannig sýnt trúfesti og staðfestu í þjónustu við Jehóva meðan hann var í Egyptalandi. — 2. Mós. 4:21.

Skoðum einnig hvað varð til þess að Aron bjó til gullkálfinn. Móse var á Sínaífjalli í 40 daga. „Þegar mönnum varð ljóst að Móse seinkaði ofan af fjallinu“ reyndu þeir að fá Aron til að útbúa skurðgoð handa sér. Hann varð að vilja þeirra og steypti gullstyttu af kálfi. (2. Mós. 32:1-6) En það sem Aron gerði síðar bendir til þess að honum hafi ekki líkað þessi skurðgoðadýrkun. Hann virðist hafa látið undan þrýstingi frá fólkinu. Nefna mætti að þegar Móse gerði upp sakirnar á áhrifamikinn hátt tóku allir synir Leví afstöðu með Jehóva — þar á meðal Aron. Þau þrjú þúsund Ísraelsmanna, sem báru meginábyrgðina á þessari skurðgoðadýrkun, voru tekin af lífi. — 2. Mós. 32:25-29.

Eftir það sagði Móse við fólkið: „Þið hafið drýgt stóra synd.“ (2. Mós. 32:30) Aron var því ekki sá eini sem bar ábyrgð á því sem gerðist. Bæði hann og fólkið naut góðs af ríkulegri miskunn Jehóva.

Eftir atvikið með gullkálfinn gaf Jehóva fyrirmæli um að Aron skyldi settur í embætti sem æðsti prestur. Jehóva sagði við Móse: „[Þú skalt] skrýða Aron hinum helga skrúða, smyrja hann og helga hann svo að hann geti þjónað mér sem prestur.“ (2. Mós. 40:12, 13) Jehóva fyrirgaf Aroni fyrir veikleika hans. Í hjarta sínu var Aron trúfastur stuðningsmaður sannrar tilbeiðslu en ekki uppreisnargjarn skurðgoðadýrkandi.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila