FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 2. MÓSEBÓK 10–11
Móse og Aron sýna mikið hugrekki
Móse og Aron sýndu mikið hugrekki þegar þeir töluðu við faraó, voldugasta mann í heimi á þeim tíma. Hvað gerði þeim kleift að gera það? Biblían segir um Móse: „Vegna trúar yfirgaf hann Egyptaland og óttaðist ekki reiði konungsins. Hann var staðfastur eins og hann sæi hinn ósýnilega.“ (Heb 11:27) Móse og Aron höfðu sterka trú og treystu algerlega á Jehóva.
Hvaða aðstæður kalla á hugrekki til að segja einhverjum háttsettum frá trúnni?