Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w11 15.7. bls. 3
  • Varðturninn á einfaldaðri ensku

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Varðturninn á einfaldaðri ensku
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Svipað efni
  • Námsútgáfa Varðturnsins á einfaldri ensku
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Hvers vegna er Varðturninn gefinn út á einföldu máli?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Námsútgáfa Varðturnsins
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Spennandi breytingar á Varðturninum
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
w11 15.7. bls. 3

Varðturninn á einfaldaðri ensku

ÞAÐ er okkur ánægja að tilkynna að frá og með þessu tölublaði af námsútgáfu Varðturnsins verður einnig gefið út blað á einfaldaðri ensku. Það mun koma út í eitt ár til reynslu samhliða hefðbundinni enskri útgáfu. Námsgreinarnar birtast allar í þessu blaði auk annarra greina eftir því sem pláss leyfir. Það er nauðsynlegt að þjónar Jehóva fái góða andlega næringu og við teljum að þessi útgáfa eigi eftir að hjálpa mörgum til þess. Af hvaða ástæðum?

Enska er opinbert mál í löndum eins og Fídjieyjum, Gana, Kenía, Líberíu, Nígeríu, Papúa og Salómonseyjum. Þó að innfæddir eigi önnur móðurmál og tali þau dagsdaglega nota trúsystkini okkar yfirleitt ensku á samkomum og í boðunarstarfinu. Enskan, sem þau tala, er þó einfaldari en málið í ritunum okkar. Meðal þjóna Jehóva er einnig fólk sem hefur flutt til landa þar sem það þarf að spjara sig á ensku, þó að það kunni hana ekki vel. Það þarf líka að reiða sig á enskuna þegar það sækir safnaðarsamkomur.

Okkur er fyrst og fremst séð fyrir andlegu næringunni í námsgreinunum sem við förum yfir vikulega í Varðturnsnáminu. Til þess að allir sem mæta geti notið þeirrar tímabæru fæðu til fulls verður þessi útgáfa með einfaldaðri ensku núna fáanleg. Orðaforðinn í henni er takmarkaður og mál- og setningafræðin einfaldari. Forsíðan á þessari útgáfu verður ólík þeirri hefðbundnu. Millifyrirsagnir, greinanúmer, upprifjunarspurningar og myndir verða samsvarandi í báðum útgáfunum. Þannig geta allir fylgst með og tekið þátt í Varðturnsnáminu, hvort sem þeir nota einfölduðu útgáfuna eða hina. Að neðan má sjá dæmi úr fyrstu námsgreininni í þessu blaði, þar sem sjá má muninn á orðalaginu í þessum tveim útgáfum blaðsins.

Við vonum að þessi nýja ráðstöfun svari bænum margra sem hafa beðið Jehóva: „Veit mér skilning til að læra boð þín.“ (Sálm. 119:73) Þeir sem hafa takmakaða enskukunnáttu, auk margra enskumælandi barna, munu örugglega geta búið sig betur undir Varðturnsnámið. Við erum Jehóva innilega þakklát fyrir að „elska samfélag þeirra sem trúa“ og sýna það með því að nota ,trúan og hygginn þjón‘ til að gefa okkur gnægð andlegrar fæðu. — 1. Pét. 2:17; Matt. 24:45.

Stjórnandi ráð Votta Jehóva

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila