Námsútgáfa Varðturnsins á einfaldri ensku
Námsútgáfa Varðturnsins er nú fáanleg á einfaldri ensku. Þessi útgáfa er hugsuð fyrir (1) enskumælandi boðbera sem hafa meira gagn af einföldum orðaforða, til dæmis vegna takmarkaðrar menntunar, (2) boðbera í enskumælandi löndum sem eiga ensku ekki að móðurmáli, (3) ungt fólk, þar á meðal skólafólk og (4) biblíunemendur sem skilja andleg efni betur ef málið er einfalt.
Númer á greinum, spurningar og fyrirsagnir eru í samræmi við venjulegu útgáfuna. Efnið er alveg það sama en orðalagið er einfaldara. Varðturnsnámsstjórinn og sá sem les notast við venjulegu útgáfuna nema flestir í salnum noti þá einföldu. Þeir sem eru með einföldu útgáfuna sjá samt sem áður að vitnað er í sömu ritningarstaði og myndirnar eru þær sömu. Þeir geta því fylgst með þegar greinarnar eru lesnar og tekið þátt í umræðunum.
Þó að einfalda útgáfan sé aðeins til á ensku enn sem komið er viljum við upplýsa ykkur um þetta nýja framlag ‚hins trúa og hyggna þjóns‘. – Matt. 24:45.