Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w13 15.11. bls. 8-9
  • Hvernig getum við sinnt þörfum annarra?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig getum við sinnt þörfum annarra?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Svipað efni
  • Gnægð þeirra bætti úr skorti hinna
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • „Verkið er mikið“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Sýnum þakklæti fyrir örlæti Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Jehóva launar örlæti
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
w13 15.11. bls. 8-9

Hvernig getum við sinnt þörfum annarra?

„OFBELDI braust út eftir umdeild kosningaúrslit. Þúsundir votta Jehóva urðu að flýja heimili sín. Skortur varð á matvælum og lyfjum og verðið rauk upp úr öllu valdi. Bönkum var lokað og hraðbankar tæmdust eða urðu óvirkir.“ Þetta segir François en hann er safnaðaröldungur í einu af þróunarlöndunum.

Bræður frá deildarskrifstofunni tóku þegar í stað að dreifa hjálpargögnum í mynd peninga og vista. Þeim var komið í hendur votta sem höfðu flúið heimili sín og safnast saman í ríkissölum víða um landið. Stríðandi fylkingar settu upp vegatálma en þar sem báðir aðilar vissu að vottarnir voru algerlega hlutlausir var bílum frá deildarskrifstofunni yfirleitt hleypt í gegn.

„Við vorum á leið til eins af ríkissölunum þegar leyniskyttur hófu skothríð á sendibílinn,“ segir François. „En kúlurnar smugu á milli okkar. Þá sáum við hermann koma hlaupandi með byssu í hendi. Við rákum bílinn í bakkgír, snerum honum og brunuðum aftur til deildarskrifstofunnar. Við vorum Jehóva þakklátir fyrir að vera á lífi. Daginn eftir komust bræðurnir og systurnar í þessum ríkissal í öruggt skjól en þau voru 130 talsins. Sumir komu til deildarskrifstofunnar og við sinntum andlegum og líkamlegum þörfum þeirra þar uns hættuástandið var liðið hjá.“

„Deildarskrifstofunni bárust síðar mörg innileg þakkarbréf frá bræðrum og systrum út um allt land,“ segir François. „Það styrkti traust þeirra til Jehóva að sjá hvernig bræður komu annars staðar frá til að hjálpa þeim.“

Þegar náttúruhamfarir verða eða hörmungar af mannavöldum segjum við ekki bara nauðstöddum bræðrum og systrum að ,verma sig og metta‘. (Jak. 2:15, 16) Við reynum öllu heldur að fullnægja líkamlegum þörfum þeirra. Hið sama var uppi á teningnum á fyrstu öld. Þegar kristnir menn fengu að vita að hungursneyð væri yfirvofandi samþykktu þeir að „hver þeirra skyldi eftir efnum senda nokkuð til hjálpar lærisveinunum sem bjuggu í Júdeu“. – Post. 11:28-30.

Við sem þjónum Jehóva erum meira en fús til að hjálpa þeim sem skortir efnislegar nauðsynjar. En fólk hefur líka andlegar þarfir. (Matt. 4:4) Jesús vildi að það áttaði sig á þessari þörf og reyndi að fullnægja henni. Þess vegna fól hann fylgjendum sínum það verkefni að kenna fólki. (Matt. 28:19, 20) Við verjum töluverðum tíma, kröftum og fjármunum til að gera þessu verkefni skil. Hluti af því fé, sem söfnuðinum er gefið, er notað til að veita neyðaraðstoð en að mestu leyti er því varið til að útbreiða fagnaðarerindið og styðja þá starfsemi sem tengist því. Þannig sýnum við að við elskum Guð og náungann. – Matt. 22:37-39.

Þeir sem styðja alþjóðastarf Votta Jehóva geta treyst að framlög þeirra séu notuð á sem bestan hátt. Hefurðu tök á að veita nauðstöddum trúsystkinum aðstoð? Langar þig til að styðja boðun fagnaðarerindisins? ,Synjaðu þá ekki góðs þeim sem þarfnast ef það er á þínu valdi að veita það.‘ – Orðskv. 3:27.

LEIÐIR TIL AÐ STYÐJA ALÞJÓÐASTARFIÐ FJÁRHAGSLEGA

Margir líkja eftir kristnum mönnum á dögum Páls postula og taka frá ákveðna fjárhæð til að leggja í safnaðarbaukinn sem er merktur „Alþjóðastarfið“. (1. Kor. 16:2) Söfnuðirnir senda þessi framlög mánaðarlega til þeirrar deildarskrifstofu Votta Jehóva sem hefur umsjón með starfseminni í landinu. Einstaklingar geta sent framlög beint til Votta Jehóva, Sogavegi 71, 108 Reykjavík, eða lagt þau inn á bankareikning 525-26-24564 hjá Íslandsbanka. Kennitala safnaðarins er 591072-0219. Þeir sem vilja styðja alþjóðastarfið með reglulegum fjárframlögum og hafa aðgang að netbanka eða heimabanka geta látið bankann millifæra ákveðna upphæð með reglulegu millibili. Ef sent er framlag með ávísun á að stíla hana á Votta Jehóva. Hægt er að senda framlög af eftirfarandi tagi beint til skrifstofu Votta Jehóva í landinu:

  • BEIN FRAMLÖG

    • Reiðufé, skartgripir eða annað lausafé.

    • Gjöfinni á að fylgja bréf þess efnis að um sé að ræða beint framlag.

  • FRAMLÖG AF ÖÐRU TAGI

    Auk þess að gefa bein fjárframlög er hægt að styðja boðunarstarfið með eftirfarandi hætti. Í öllum tilfellum er best að hafa samband við deildarskrifstofuna, sem hefur umsjón með starfseminni í landinu, til að kanna með hvaða hætti sé best að gera slíkar ráðstafanir.

    Líftrygging: Hægt er að tilnefna söfnuð Votta Jehóva sem rétthafa bóta. Tryggingartaki þarf að eiga samráð við tryggingafélag sitt um slíka ráðstöfun.

    Hlutabréf og önnur verðbréf: Hægt er að afhenda söfnuði Votta Jehóva hlutabréf og ýmis önnur verðbréf að gjöf.

    Fasteignir: Hægt er að afhenda söfnuði Votta Jehóva seljanlegar fasteignir að gjöf.

    Erfðaskrá: Hægt er að ánafna söfnuði Votta Jehóva fasteignir eða lausafé í erfðaskrá. Erfðaskráin þarf að fullnægja opinberum formskilyrðum.

ÖRLÆTI Á BIBLÍUTÍMANUM

Móse hvatti Ísraelsmenn til að líkja eftir Guði og temja sér örlæti, jafnvel þegar þeir lánuðu fé gegn veði. „Ekki [skaltu] loka hendi þinni fyrir fátækum bróður þínum með harðýðgi heldur skalt þú ljúka upp hendi þinni fyrir honum ... Þú skalt gefa honum fúslega en ekki með ólund ... Þess vegna geri ég þér þetta að skyldu: Ljúktu upp hendi þinni fyrir meðbræðrum þínum, fátækum og þurfandi í landi þínu.“ – 5. Mós. 15:7-11.

Í Orðskviðunum stendur: „Örlátur maður [bókstaflega: sál sem færir blessunargjöf] hlýtur ríkulega umbun og sá sem gefur öðrum að drekka fær þorsta sínum svalað.“ (Orðskv. 11:25) Jesús Kristur orðaði það þannig að ,sælla væri að gefa en þiggja‘. (Post. 20:35) Hann sagði einnig: „Gefið og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.“ – Lúk. 6:38.

Páll postuli endurómaði það sem segir í Orðskviðunum þegar hann skrifaði: „Sá sem sáir sparlega mun og sparlega uppskera og sá sem sáir ríflega mun og ríflega uppskera.“ Þar af leiðandi hvatti hann: „Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara.“ (2. Kor. 9:6, 7) Páll bendir síðan á örlæti Jehóva sem birtist í því að hann gaf sáðmanninum sæði og brauð til fæðu en einnig í því að hann auðgaði bræður og systur í Korintu svo að þau gætu „jafnan sýnt örlæti“. Ef við erum örlát verður það til þess að „menn þakka Guði“, segir Páll. – 2. Kor. 9:8-13.

Páll hvatti sömuleiðis til örlætis í Rómverjabréfinu 12:8. Þar segir: „Sá sem gefur sé örlátur.“ Í Hebreabréfinu 13:16 segir hann: „Gleymið ekki velgjörðaseminni og hjálpseminni því að slíkar fórnir eru Guði þóknanlegar.“ Söfnuðirnir í Makedóníu voru einstaklega örlátir og gjafmildir. Þeir gáfu „umfram efni sín“ en eins og Páll nefnir leiddi „hin ríka gleði þeirra“ í ljós hve örlátir þeir voru þótt þeir væru fátækir. – 2. Kor. 8:1-4.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila