Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w15 15.11. bls. 14-15
  • Sýnum þakklæti fyrir örlæti Jehóva

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Sýnum þakklæti fyrir örlæti Jehóva
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • BESTA DÆMIÐ UM ÖRLÆTI
  • GEFUM AF RÉTTUM HVÖTUM
  • „Verkið er mikið“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Gnægð þeirra bætti úr skorti hinna
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Jehóva launar örlæti
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Hvernig getum við sinnt þörfum annarra?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
w15 15.11. bls. 14-15
Kona setur kreditkort í posa.

Sýnum þakklæti fyrir örlæti Jehóva

JEHÓVA er örlátur Guð. (Jak. 1:17) Sköpunarverkið lofar örlæti hans allt frá stjörnumprýddum næturhimni til gróðursins sem þekur jörðina. – Sálm. 65:13, 14; 147:7, 8; 148:3, 4.

Sálmaritarinn var svo þakklátur skapara sínum að hann fann sig knúinn til að semja ljóð sem dásamaði verk hans. Lestu Sálm 104 og veltu fyrir þér hvort þú berir svipaðar tilfinningar í brjósti og sálmaritarinn. Hann sagði: „Ég vil ljóða um Drottin meðan lifi, lofsyngja Guði mínum meðan ég er til.“ (Sálm. 104:33) Hefur þú löngun til þess líka?

BESTA DÆMIÐ UM ÖRLÆTI

Jehóva vill að við líkjum eftir sér og séum örlát. Hann bendir líka á góðar ástæður fyrir að við ættum að vera það. Taktu eftir því sem hann innblés Páli postula að skrifa: „Vara ríkismenn þessarar aldar við að hreykja sér og treysta fallvöltum auði, bjóð þeim heldur að treysta Guði sem lætur okkur allt ríkulega í té sem við þörfnumst. Bjóð þeim að gera gott, vera ríkir að góðum verkum, örlátir, fúsir að miðla öðrum, með því safna þeir handa sjálfum sér fjársjóði sem er góð undirstaða til hins ókomna og munu geta höndlað hið sanna líf.“ – 1. Tím. 6:17-19.

Þegar Páll skrifaði síðara innblásna bréf sitt til safnaðarins í Korintu ræddi hann sérstaklega um það hugarfar sem við ættum að hafa þegar við gefum. Hann segir: „Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara.“ (2. Kor. 9:7) Síðan nefnir Páll hverjir njóta góðs af gjafmildinni: Þeir sem hljóta gjöfina og fá þörfum sínum fullnægt og þeir sem hljóta andlega blessun af því að þeir gefa. – 2. Kor. 9:11-14.

Páll lýkur þessari umræðu með því að tala um sterkustu sönnunina um örlæti Guðs. Hann skrifar: „Þökk sé Guði fyrir sína óumræðilegu gjöf!“ (2. Kor. 9:15) Þessi gjöf Jehóva felur greinilega í sér allt það góða sem Guð gefur þjónum sínum fyrir milligöngu Jesú Krists. Þetta er svo mikil gjöf að hún er dýrmætari en orð fá lýst.

Hvernig getum við sýnt þakklæti fyrir allt sem Jehóva og sonur hans hafa gert og eiga enn eftir að gera fyrir okkur? Ein leið er að vera örlát á tíma okkar, krafta og fjármuni í þágu tilbeiðslunnar á Jehóva, hvort heldur gjöf okkar er smá eða stór. – 1. Kron. 22:14; 29:3-5; Lúk. 21:1-4.

Leiðir til að styðja alþjóðastarfið fjárhagslega

Margir líkja eftir kristnum mönnum á dögum Páls postula og taka frá ákveðna fjárhæð til að leggja í safnaðarbaukinn sem er merktur „Alþjóðastarfið“. (1. Kor. 16:2) Söfnuðirnir senda þessi framlög mánaðarlega til þeirrar deildarskrifstofu Votta Jehóva sem hefur umsjón með starfseminni í landinu. Einstaklingar geta sent framlög beint til Votta Jehóva, Sogavegi 71, 108 Reykjavík, eða lagt þau inn á bankareikning 525-26-24564 hjá Íslandsbanka. Kennitala safnaðarins er 591072-0219. Þeir sem vilja styðja alþjóðastarfið með reglulegum fjárframlögum og hafa aðgang að netbanka eða heimabanka geta látið bankann millifæra ákveðna upphæð með reglulegu millibili. Ef sent er framlag með ávísun á að stíla hana á Votta Jehóva. Hægt er að senda framlög af eftirfarandi tagi beint til skrifstofu Votta Jehóva í landinu:

BEIN FRAMLÖG

  • Reiðufé, skartgripir eða annað lausafé. Gjöfinni á að fylgja bréf þess efnis að um sé að ræða beint framlag.

FRAMLÖG AF ÖÐRU TAGI

Auk þess að gefa bein fjárframlög er hægt að styðja boðunarstarfið með eftirfarandi hætti. Í öllum tilfellum er best að hafa samband við deildarskrifstofuna sem hefur umsjón með starfseminni í landinu til að kanna með hvaða hætti sé best að gera slíkar ráðstafanir.

Líftrygging: Hægt er að tilnefna söfnuð Votta Jehóva sem rétthafa bóta. Tryggingartaki þarf að eiga samráð við tryggingafélag sitt um slíka ráðstöfun.

Hlutabréf og önnur verðbréf: Hægt er að afhenda söfnuði Votta Jehóva hlutabréf og ýmis önnur verðbréf að gjöf.

Fasteignir: Hægt er að afhenda söfnuði Votta Jehóva seljanlegar fasteignir að gjöf.

Erfðaskrá: Hægt er að ánafna söfnuði Votta Jehóva fasteignir eða lausafé í erfðaskrá. Erfðaskráin þarf að fullnægja opinberum formskilyrðum.

GEFUM AF RÉTTUM HVÖTUM

Á fyrstu öld var algengt að vinsælir trúarleiðtogar gæfu gjafir aðeins til að sýnast fyrir öðrum. Þeir gáfu af röngu tilefni. Þeir þráðu svo heitt að fá hylli manna að þeir viku frá réttlátum meginreglum sem þeir vissu að þeir áttu að fylgja. En kristnir menn áttu ekki að líkjast þeim. Jesús gaf þeim þessar leiðbeiningar: „Þegar þú gefur ölmusu skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér eins og hræsnarar gera í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín. En þegar þú gefur ölmusu viti vinstri hönd þín ekki hvað sú hægri gerir svo að ölmusa þín sé í leynum og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.“ – Matt. 6:2-4.

Þegar kristnir menn gefa gjafir ætti ástæðan að vera sú að þeir vilja gleðja aðra eða veita þeim það sem þeir þurfa, eða efla sanna tilbeiðslu. Ástæðan ætti ekki að vera að upphefja sjálfan sig. Jehóva getur séð inn í innstu fylgsni hjarta okkar og veit því hvaða hvatir búa að baki gjöfum okkar.

Vottar Jehóva reyna að líkja eftir Jehóva og syni hans þegar þeir gefa gjafir. Þeir gefa af því sem þeir eiga. Þeir hafa kynnst fagnaðarerindinu um ríki Guðs og segja frá því öðrum til blessunar. Þeir muna eftir því sem stendur í Orðskviðunum 3:9: „Tignaðu Drottin með eigum þínum og með frumgróða allrar uppskeru þinnar.“ Bræðralagið um heim allan styrkist andlega og eflist vegna þess að hver deildarskrifstofa, söfnuður og einstaklingur reynir einlæglega að leggja sitt af mörkum öðrum til góðs. Efnisleg velmegun leiðir ekki til andlegrar velmegunar en andleg velmegun kemur því til leiðar að alltaf sé til nægilegt fjármagn til að standa undir starfsemi safnaðar Jehóva.

Til að fá frekari upplýsingar geturðu haft samband við deildarskrifstofuna.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila