Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w14 15.12. bls. 4-5
  • Jehóva launar örlæti

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jehóva launar örlæti
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • „Guð elskar glaðan gjafara“
  • „Verkið er mikið“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Sýnum þakklæti fyrir örlæti Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Gnægð þeirra bætti úr skorti hinna
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Hvernig getum við sinnt þörfum annarra?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
w14 15.12. bls. 4-5
Einhver að gefa framlag.

Jehóva launar örlæti

SKAPARINN hefur sýnt mönnunum þá virðingu að gefa þeim frjálsan vilja. Hann blessar ríkulega þá sem nýta frelsi sitt á óeigingjarnan hátt til að efla sanna tilbeiðslu, og leggja sitt af mörkum til að helga nafn hans og vinna að því að vilji hans nái fram að ganga. Jehóva vill ekki að við hlýðum honum vélrænt eða vegna hótana eða þvingana. Hann metur mikils hollustu sem er sprottin af ósvikunum kærleika og djúpu þakklæti.

Þegar Ísraelsmenn voru í Sínaíeyðimörkinni sagði Jehóva þeim að gera tjaldbúð helgaða tilbeiðslunni á honum. Hann sagði: „Færið Drottni gjafir af eignum ykkar. Sérhver skal færa Drottni gjöf eftir því sem hjarta hans býður honum.“ (2. Mós. 35:5) Ísraelsmenn gátu gefið eftir efnum sínum og hægt var að nota gjöfina, hver sem hún var og hvert sem verðmætið var, til að þjóna vilja Guðs. Hvernig brást þjóðin við?

Allir „sem gefa vildu af fúsum hug“ komu með gjafir sínar „af frjálsum vilja“. Karlar og konur gáfu af örlæti til verkefnisins armbönd, nefhringi, fingurgull, gull, silfur og eir, bláan purpura, rauðan purpura, skarlat, fínt lín, geitahár, rauðlituð hrútsskinn og höfrungaskinn, akasíuvið, gimsteina, ilmefni og olíu. Að lokum var komið „meira en nóg, til að vinna allt verkið“. – 2. Mós. 35:21-24, 27-29; 36:7.

Það sem gladdi Jehóva mest voru þó ekki gjafirnar sjálfar heldur örlæti þeirra sem vildu styðja hreina tilbeiðslu með þessum hætti. Fólk bauð einnig fram tíma sinn og krafta. „Sérhver kona, sem var vel að sér í handavinnu, spann,“ segir frásagan og bætir við: „Allar konur, sem fúsar voru til og höfðu til þess kunnáttu, spunnu geitahár.“ Jehóva gaf Besalel ,visku, skilning, kunnáttu og hvers konar hagleik‘. Hann veitti honum og Oholíab alla þá hæfileika sem þeir þurftu á að halda til að vinna verkið. – 2. Mós. 35:25, 26, 30-35.

Þegar Jehóva bauð Ísraelsmönnum að gefa treysti hann að þeir myndu styðja hreina tilbeiðslu ,eftir því sem hjarta þeirra bauð þeim‘. Hann blessaði hina örlátu, leiðbeindi þeim og gladdi þá. Þannig sýndi Jehóva að hann getur séð til þess að það skorti hvorki efni né kunnáttu til að vilji hans nái fram að ganga. (Sálm. 34:10) Þú getur treyst að Jehóva blessar örlæti þitt þegar þú leggur þig fúslega fram í þjónustu hans.

LEIÐIR TIL AÐ STYÐJA ALÞJÓÐASTARFIÐ FJÁRHAGSLEGA

Margir líkja eftir kristnum mönnum á dögum Páls postula og taka frá ákveðna fjárhæð til að leggja í safnaðarbaukinn sem er merktur „Alþjóðastarfið“. (1. Kor. 16:2) Söfnuðirnir senda þessi framlög mánaðarlega til þeirrar deildarskrifstofu Votta Jehóva sem hefur umsjón með starfseminni í landinu. Einstaklingar geta sent framlög beint til Votta Jehóva, Sogavegi 71, 108 Reykjavík, eða lagt þau inn á bankareikning 525-26-24564 hjá Íslandsbanka. Kennitala safnaðarins er 591072-0219. Þeir sem vilja styðja alþjóðastarfið með reglulegum fjárframlögum og hafa aðgang að netbanka eða heimabanka geta látið bankann millifæra ákveðna upphæð með reglulegu millibili. Ef sent er framlag með ávísun á að stíla hana á Votta Jehóva. Hægt er að senda framlög af eftirfarandi tagi beint til skrifstofu Votta Jehóva í landinu:

BEIN FRAMLÖG

  • Reiðufé, skartgripir eða annað lausafé.

  • Gjöfinni á að fylgja bréf þess efnis að um sé að ræða beint framlag.

FRAMLÖG AF ÖÐRU TAGI

  • Auk þess að gefa bein fjárframlög er hægt að styðja boðunarstarfið með eftirfarandi hætti. Í öllum tilfellum er best að hafa samband við deildarskrifstofuna, sem hefur umsjón með starfseminni í landinu, til að kanna með hvaða hætti sé best að gera slíkar ráðstafanir.

  • Líftrygging: Hægt er að tilnefna söfnuð Votta Jehóva sem rétthafa bóta. Tryggingartaki þarf að eiga samráð við tryggingafélag sitt um slíka ráðstöfun.

    Hlutabréf og önnur verðbréf: Hægt er að afhenda söfnuði Votta Jehóva hlutabréf og ýmis önnur verðbréf að gjöf.

    Fasteignir: Hægt er að afhenda söfnuði Votta Jehóva seljanlegar fasteignir að gjöf.

    Erfðaskrá: Hægt er að ánafna söfnuði Votta Jehóva fasteignir eða lausafé í erfðaskrá. Erfðaskráin þarf að fullnægja opinberum formskilyrðum.

„Guð elskar glaðan gjafara“

Hvers konar gjafir erum við þakklátust fyrir? Eflaust þykir okkur vænst um þær sem eru gefnar sökum kærleika en ekki af skyldukvöð. Það er tilefnið sem skiptir mestu máli, ekki aðeins fyrir okkur heldur einnig fyrir Guð. Lítum á innblásin orð Páls postula í 2. Korintubréfi 9:7.

Hvers vegna skrifaði Páll þetta? Hann vildi hvetja kristna menn í Korintu til að aðstoða þurfandi trúsystkini í Júdeu. Reyndi hann að þvinga þá til að gefa? Nei, hann skrifaði: „Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara.“ Lítum nánar á þetta vers.

„Eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu.“ Sannkristinn maður gefur af því að hann hefur ákveðið það í hjarta sínu. Hann hefur líka vakandi áhuga á þörfum trúsystkina sinna. Orðið, sem er þýtt „ásett“, gefur í skyn að „ákveða fyrir fram“, að sögn fræðimanns. Kristinn maður veltir fyrir sér þörfum trúsystkina og spyr sig hvernig hann geti aðstoðað þau. – 1. Jóh. 3:17.

„Ekki með ólund eða með nauðung.“ Páll segir að kristinn maður megi hvorki gefa með ólund eða nauðung. Gríska orðið, sem er þýtt „með ólund“, merkir bókstaflega „af hryggð“. Sá sem gefur með ólund er „hryggur við tilhugsunina að láta peninga af hendi“, segir í heimildarriti. Vill nokkur maður fá gjöf sem gefin er með ólund eða nauðung?

„Guð elskar glaðan gjafara.“ Þegar kristinn maður ákveður að gefa ætti hann að gera það með gleði. Sá sem gefur af réttu tilefni uppsker líka gleði. (Post. 20:35) Orðið glaður lýsir bæði innri gleði gjafarans og þeirri sem birtist út á við. Glaður gjafari gleður bæði menn og Guð.

Innblásin orð Páls postula eru leiðarljós kristins manns sem vill gefa. Hvort sem við gefum af tíma okkar, kröftum eða efnum skulum við gera það fúslega og vegna þess að við höfum ánægju af því að vera örlát við aðra, einkum þá sem þurfa á aðstoð að halda. Slíkar gjafir gleðja ekki aðeins þann sem gefur heldur líka Guð því að hann „elskar glaðan gjafara“.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila