Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp19 Nr. 2 bls. 6-7
  • Þegar ástvinur deyr

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þegar ástvinur deyr
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2019
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • HVAÐ HEFUR HJÁLPAÐ ÖÐRUM?
  • Hvernig get ég borið sorg mína?
    Þegar ástvinur deyr
  • Hjálp fyrir syrgjendur
    Vaknið! – 2011
  • Er eðlilegt að syrgja eins og ég geri?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga
  • Að takast á við sorgina
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2016
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2019
wp19 Nr. 2 bls. 6-7
Hjón sem syrgja halda utan um hvort annað á ströndinni og horfa fram.

Þegar ástvinur deyr

„Mér fannst ég hjálparvana þegar eldri bróðir minn lést skyndilega. Og það var eins og ég væri stungin með hnífi þegar hann kom upp í hugann, jafnvel mörgum mánuðum seinna. Stundum var ég líka reið. Af hverju þurfti bróðir minn að deyja? Ég fékk einnig samviskubit yfir að hafa ekki varið meiri tíma með honum.“ – Vanessa frá Ástralíu.

EF ÞÚ hefur misst ástvin í dauðann hefurðu eflaust fundið fyrir margs konar tilfinningum svo sem sorg, einmannaleika og vanmætti. Ef til vill hefurðu einnig fundið fyrir reiði, sektarkennd og ótta. Það getur jafnvel verið að þú hafir hugsað um hvort lífið sé erfiðisins virði.

Að syrgja er alls ekki veikleikamerki. Það sýnir hversu annt þér var um ástvin þinn. En er hægt að lina sorgina að einhverju marki?

HVAÐ HEFUR HJÁLPAÐ ÖÐRUM?

Þó að sársaukinn virðist engan enda ætla að taka gætu eftirfarandi tillögur veitt þér huggun:

LEYFÐU ÞÉR AÐ SYRGJA

Það syrgja ekki allir á sama hátt eða í jafn langan tíma. En að gráta getur létt á sárum tilfinningum. Vanessa, sem vitnað var í áður, segir: „Ég grét bara. Ég þurfti að losa um sársaukann.“ Sofía, sem missti systur sína skyndilega, segir: „Að takast á við hugsanir mínar og tilfinningar er mjög sárt. Það er eins og að opna sýkt sár og hreinsa það. Sársaukinn er nánast óbærilegur en það hjálpar sárinu að gróa.“

TALAÐU UM HUGSANIR ÞÍNAR OG TILFINNINGAR

Stundum langar þig eflaust að vera út af fyrir þig og það er skiljanlegt. En sorg er þung byrði til að bera einn. Jared, sem er 17 ára, missti föður sinn. Hann segir: „Ég talaði við aðra um líðan mína. Ég efast um að það sem ég sagði hafi verið rökrétt en mér fannst gott að geta tjáð mig.“ Janice, sem minnst var á í upphafsgreininni, bendir á annan kost við að tjá sig: „Það veitti mikla huggun að tala við aðra. Mér fannst aðrir skilja mig og ég stóð ekki ein.“

ÞIGGÐU HJÁLP

Sálfræðingur nokkur segir: „Syrgjendur, sem leyfa vinum og ættingjum að veita sér hjálp rétt eftir [áfallið], ráða oft betur við sorgarferlið.“ Segðu vinum þínum hvernig þeir geti hjálpað þér. Þeir vilja eflaust hjálpa en vita kannski ekki hvernig þeir eiga að fara að því. – Orðskviðirnir 17:17.

NÁLÆGÐU ÞIG GUÐI

Tina segir: „Þegar maðurinn minn dó skyndilega úr krabbameini gat ég ekki lengur sagt honum allt sem mér lá á hjarta. Ég talaði því við Guð um allt. Á hverjum degi byrjaði ég á því að biðja hann að hjálpa mér að komast í gegnum daginn. Guð hjálpaði mér meira en orð fá lýst.“ Tarsha, sem var 22 ára þegar hún missti móður sína, segir: „Að lesa í Biblíunni veitti mér huggun á hverjum einasta degi. Það gaf mér eitthvað uppörvandi til að hugsa um.“

SJÁÐU UPPRISUNA FYRIR ÞÉR

Tina heldur áfram: „Til að byrja með huggaði upprisuvonin mig ekki vegna þess að mig vantaði eiginmann minn þá stundina og strákarnir þurftu á pabba sínum að halda. En núna, fjórum árum seinna, held ég fast í þessa von. Hún er haldreipi mitt. Þegar ég hugsa um að sjá hann á ný finn ég fyrir mikilli gleði og hugarfriði.“

Það léttir kannski ekki á sorginni strax en reynsla Vanessu er traustvekjandi. Hún segir: „Þó að manni finnist maður aldrei ætla að ná sér mun ástandið batna.“

Mundu að lífið er erfiðisins virði þó að tómarúmið innra með þér hverfi kannski ekki. Með hjálp Guðs og umhyggju geturðu notið þess að vera með góðum vinum og átt innihaldsríkt líf. Og brátt mun Guð reisa látna til lífs á ný. Hann vill að þú getir faðmað ástvin þinn aftur og þá loksins hverfur sorgin endanlega.

Biblíuvers sem geta hjálpað

Guð finnur til með þér.

Biblíuritari sagði við Guð: „Þú hefur ... safnað tárum mínum í sjóð þinn, þau eru rituð í bók þína.“ – Sálmur 56:9.

Þú getur tjáð Guði tilfinningar þínar.

„Ég úthelli fyrir [Guði] kvíða mínum, tjái honum neyð mína.“ – Sálmur 142:3.

Þú getur verið vongóður.

„Upp [munu] rísa bæði réttlátir og ranglátir.“ – Postulasagan 24:15.

Guð lofar að reisa upp til lífs fjölda fólks sem hefur dáið og hann þráir að gera það.a – Jobsbók 14:14, 15.

a Hægt er að fá frekari upplýsingar um upprisuna í 30. kafla bókarinnar Von um bjarta framtíð. Bókin er gefin út af Vottum Jehóva og hægt er að nálgast hana á www.jw.org/is.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila