Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.93 bls. 3-4
  • Hafðu fullt gagn af landsmótinu 1993, „Kennsla Guðs“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hafðu fullt gagn af landsmótinu 1993, „Kennsla Guðs“
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Svipað efni
  • Landsmótið 1998, „Lífsvegur Guðs“
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Landsmótið 1994 „Guðsótti“
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Landsmótið 1995 „Glaðir menn sem lofa Guð“
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Landsmótið 1997 „Trúin á orð Guðs“
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 5.93 bls. 3-4

Hafðu fullt gagn af landsmótinu 1993, „Kennsla Guðs“

1 „Kenn mér, ó Jehóva.“ (Sálm. 86:11, NW) Sérhver vígður þjónn Guðs ætti að gera þessi orð að innilegri bæn sinni. Við erum staðráðin í að hætta aldrei hvorki að læra né að fara eftir því sem við lærum. Stundum þurfum við að endurskoða huga okkar og eins og sálmaritarinn þurfum við að sárbæna Guð um að gefa okkur heilt og óskipt hjarta. Dagskráin á landsmótinu „Kennsla Guðs“ mun veita hagnýta fræðslu og leiðréttingu sem við þurfum til að þjóna Jehóva trúföst undir álagi þessa heimskerfis.

2 Fjögurra daga mót: Mótið verður haldið í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi eins og undanfarin ár. Dagskráin hefst fimmtudaginn 5. ágúst kl. 13:20 og lýkur sunnudaginn 8. ágúst um kl. 16:15.

3 Hvað bíður okkar? Gnóttir fastrar, andlegrar fæðu verða bornar fram á fjölbreytta vegu: sem ræður, sýnikennslur og viðtöl, auk tveggja leikrita. Misstu ekki af neinu af þessari mikilvægu fræðslu! Við hlökkum líka til að geta endurnýjað gömul kynni og stofnað til nýrra.

4 Ætlar þú að færa alla tíundina í forðabúrið? Í Malakí 3:10 hét Jehóva Ísraelsmönnum að hann myndi úthella yfir þá yfirgnæfandi blessun ef þeir væru fúsir til að reyna hann og koma með alla tíundina í forðabúrið.

5 Að reyna Jehóva merkir það fyrir suma að biðja vinnuveitanda sinn eins fljótt og hægt er um frí frá vinnu til að sækja mótið. Margir ættu raunar að geta skipt sumarleyfi sínu og tekið hluta af því meðan mótið stendur. Stundum hafa bræður hikað við að biðja um frí eða að fá að skipta sumarleyfi sínu og gengið að því sem gefnum hlut að vinnuveitandi þeirra myndi aldrei taka slíkt í mál. Hins vegar hika þeir lítið eða ekkert við að láta vinnuveitanda sinn vita hvað þeir vilji gera ef málið snýst ekki um andlegar athafnir.

6 Við ættum að spyrja okkur: Ef mjög náinn vinur væri að ganga í hjónaband einhvers staðar langt í burtu, myndum við þá ekki biðja vinnuveitanda okkar um frí til að geta verið viðstödd brúðkaupið? Og ef hann virtist tregur til, myndum við þá ekki útskýra kurteislega hve mikils virði það sé fyrir okkur að fá tækifæri til þess? Það er miklu mikilvægara að þiggja kennslu frá Jehóva en vera viðstaddur brúðkaup! Ef við erum fullkomlega sannfærð um að mótsdagskráin sé nauðsynleg andlegum vexti okkar, þá eigum við auðveldara með að telja vinnuveitanda okkar á að gefa okkur frí til að sækja mótið. — Jak. 1:7, 8.

7 Í Ísrael til forna var tíundin fólgin í efnislegum stuðningi við tilbeiðslustað Jehóva. Á okkar dögum táknar tíundin þann tíma, krafta og fjármuni sem eru notaðir beinlínis í þjónustu Jehóva og til stuðnings starfi Guðsríkis. Tíundin felur í sér tímann sem við eyðum í samkomurnar, svæðismótin og landsmótin, og einnig tímann sem fer í að viðhalda og ræsta samkomustaði okkar. Landsmótið „Kennsla Guðs“ mun gefa okkur fjölmörg tækifæri til að koma með alla tíundina í andlegt forðabúr Jehóva. Hvaða tækifæri eru það?

8 Við getum lagt fram tíundina með því að hlusta með athygli á mótsdagskrána, með því að syngja alla söngva Guðsríkis af hjartans lyst og með því að hlusta vel á sérhverja bæn þannig að við getum af heilum hug sagt amen.

9 Framfarir okkar í sannleikanum eru að töluverðu leyti undir því komnar hvernig við hlustum. Á fjölmennum mótsstað er auðvelt að láta það sem aðrir eru að gera í kringum okkur draga til sín athygli okkar, og þess vegna verðum við að halda huganum við efnið. Gættu þess að koma vel undirbúinn til mótsins og hafðu meðferðis biblíuna þína, söngbók, penna og minnisbók, svo og það eintak Varðturnsins sem numið er þá vikuna. Gagnlegt er að skrifa hjá sér atriði sem ræðumaður kemur fram með og ritningarstaði sem hann notar. Hafðu minnisatriðin stutt; ef þú skrifar of mikið niður getur það dregið úr einbeitingu þinni. Þjálfa ætti börnin til að hlusta með athygli. Börn geta lagt fram tíundina ásamt foreldrum sínum með því að fylgjast eins vel með dagskránni og þau geta.

10 Sumir foreldrar hafa hljóðar stundir heima á hverjum degi þegar ætlast er til að börnin lesi eða skoði myndir í einhverju af ritum Félagsins. Það er góð þjálfun sem auðveldar börnunum til muna að sitja hljóð á samkomum og mótum. Foreldrar, sem hafa alið börn sín upp svo til fyrirmyndar er, segjast aldrei hafa leyft þeim að taka með sér leikföng eða litabækur á samkomurnar. Jafnvel mjög ung börn geta lært að ástæðan fyrir því að þau eru á samkomunum er sú að tilbiðja Jehóva. Foreldrar sem kenna börnum sínum hvað það þýðir að koma með alla tíundina í forðabúrið eiga sannarlega hrós skilið!

11 Við getum líka komið með tíundina með því að bjóða fram tíma okkar og krafta til að aðstoða við undirbúning og framkvæmd mótsins. Daginn fyrir mótið verður unnið við hreingerningu húsnæðisins. Hvernig væri að leggja drög að því að öll fjölskyldan taki þátt í þessum undirbúningi? Sumir bræður hafa tekið framsækna biblíunemendur sína með þannig að þeir gætu, jafnvel áður en þeir létu skírast, lært hvað er fólgið í því að styðja tilbeiðslu Jehóva. Heilmargt þarf að gera til að tryggja að framkvæmd mótsins gangi lipurlega fyrir sig. Hvernig væri að öll fjölskyldan byði fram krafta sína?

12 Fjárhagslegur stuðningur við mótið er önnur leið til að leggja fram tíundina. Þegar Jehóva útlistaði hvernig ætti að gefa efnislegar gjafir til stuðnings sannri guðsdýrkun fyrirskipaði hann Ísraelsmönnum: „Og fyrir [Jehóva] skal enginn koma tómhentur. Hver og einn skal koma með það, er hann getur látið af hendi rakna, eftir þeirri blessun, sem [Jehóva] Guð þinn hefir veitt þér.“ (5. Mós. 16:16, 17) Hvort heldur fólk gat gefið mikið eða lítið voru fyrirfram undirbúnar fórnir þess þóknanlegar Jehóva. Á líkan hátt hugleiða margir og ræða við Jehóva í bæn um framlög sín. Lætur þú litlu börnin þín nokkurn tíma setja framlagið í baukinn?

13 Prýðum kenningu frelsara okkar, Guðs: Með góðum mannasiðum og hegðun okkar getum við ‚prýtt kenningu Guðs frelsara vors í öllum greinum.‘ (Tít. 2:10) Með öðrum orðum getum við sýnt á mótsstaðnum að við notum kennslu Guðs í lífi okkar.

14 Hvað um mannasiði okkar? Tillitssemi við aðra er sjaldgæf í heiminum. En þjónar Jehóva, sem hafa meginreglur Biblíunnar að leiðarljósi, hugsa ekki um sinn eigin hag heldur hag náunga síns. (Fil. 2:4) Við erum okkur meðvitandi um þá sem eru í kringum okkur. Við ryðjumst ekki eða troðumst þegar við stillum okkur upp í biðröð í mötuneytinu eða bókaafgreiðslunni. Við erum tillitssöm við aldraða og lítil börn sem bíða í biðröð með foreldrum sínum og fullorðnir ættu auðvelt með að taka ekki eftir og stjaka við.

15 Ætlar þú persónulega að prýða kenningu frelsara okkar, Guðs, með því að vera til fyrirmyndar í hegðun þinni? Þú getur gert það með ýmsum hætti:

Klæðnaður og framferði: Við ættum ekki að líta svo á að við séum í sumarleyfi meðan við sækjum mótið. Þess í stað erum við að ganga fram fyrir Jehóva til að láta hann kenna okkur. Fyrst svo er, ættum við þá ekki að klæða okkur eins og við séum að sækja samkomu í ríkissalnum? — 1. Tím. 2:9, 10.

Við ættum sýna mótsstaðnum virðingu sem ‚húsi Guðs.‘ (Sálm. 55:15) Meðan ræður, leikrit, söngur og þó sérstaklega bænir standa yfir ættum við að forðast að gera nokkuð það sem myndi draga athygli annarra frá dagskránni. Við værum ekki að sýna virðingu ef við værum á ferli að óþörfu, værum að tala saman eða notuðum leifturljós eða myndbandsupptökuvélar á þann hátt að við trufluðum þá sem eru að reyna að einbeita sér að dagskránni. Hugulsemi og góð hegðun sýnir að við kunnum fyllilega að meta kennsluna frá Guði og erum komin til mótsins í þeim tilgangi að láta Jehóva kenna okkur. Gott væri fyrir foreldra að nota einhvern tíma fyrir mótið til að rifja upp með börnum sínum hvers konar hegðunar sé vænst af þeim og minna þau á að það sé persónuleg ábyrgð þeirra að halda kristnar hegðunarreglur í heiðri.

Upptökutæki: Leyfilegt er að nota myndbandsupptökuvélar en við vitum að þið munuð vera tillitssöm við aðra. Það væri ekki kærleiksríkt að stilla upptökutækjum þannig upp að þau takmarki útsýni annarra mótsgesta. Ekkert mælir hins vegar á móti upptöku frá sæti þínu svo lítið beri á.

Sæti: Vinsamlegast hafið hugfast að ekki má taka frá sæti nema fyrir nánustu ættingja og þá sem eru okkur samferða í bíl. Takið tillit til aldraðra.

Bókadeild og mötuneyti: Öll viljum við sýna að við kunnum að meta hinar góðu gjafir Guðs og gæta þess að sóa engu. (Jóh. 6:12) Við leggjum til að einn eða tveir úr fjölskyldunni sæki mat handa fjölskyldunni. Til að tryggja að ekki sé tekið meira en þið þurfið mætti gera lista yfir það sem hver og einn þarfnast og halda sér við hann þegar pantað er. Hafðu hugfast að ekki á að taka með sér mat frá mótsstaðnum til að nota annars staðar. Foreldrar ættu að ræða við börnin sín um að sóa ekki mat. Sýnið öðrum umhyggju þegar ritum er dreift.

Sjálfboðaþjónusta: Margra sjálfboðaliða er þörf til að mótið gangi snurðulaust fyrir sig. Þjónusta þín er mikils metin jafnvel þótt þú getir aðeins unnið hluta mótsins. Ef þú getur aðstoðað ertu vinsamlegast beðinn að skrá þig á lista sem söfnuðinum verður sendur. Börn undir 14 ára að aldri geta einnig stuðlað að góðri framkvæmd mótsins en þau þurfa að vinna með foreldrum sínum eða öðrum fullorðnum boðbera.

Einkennismerki mótsins: Vinsamlegast hafið mótsmerkið uppi á mótinu sjálfu og á ferðum til og frá mótsstað. Oft er hægt að gefa góðan vitnisburð með þeim hætti. Boðberar ættu að útvega sér mótsmerki í sínum söfnuði því að þau verða ekki fáanleg á mótsstaðnum.

16 Sýndu öðrum tillitssemi með því að mæta snemma til mótsins alla dagana. Ætlaðu þér nægan tíma til að aka til mótsstaðarins, leggja bílnum og finna þér sæti.

17 Það eru mikil sérréttindi fyrir okkur að fá kennslu hjá Jehóva! Þegar við notum tíma okkar, krafta og fjármuni til að styðja landsmótið „Kennsla Guðs“ nú í sumar munum við vinna bæði sjálfum okkur og fjölskyldum okkar varanlegt, andlegt gagn.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila