Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.94 bls. 1
  • Auktu fjársjóð þinn – þjónustu Guðsríkis

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Auktu fjársjóð þinn – þjónustu Guðsríkis
  • Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Svipað efni
  • Langar þig til að gera meira?
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Leiðir til að færa út kvíarnar í þjónustu þinni
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Getur þú aukið starf þitt?
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Hvernig finnum við að Jehóva er góður?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1994
km 9.94 bls. 1

Auktu fjársjóð þinn – þjónustu Guðsríkis

1 Jesús líkti voninni um Guðsríki við ómetanlegan fjársjóð. (Matt. 13:44-46) Erum við eins og mennirnir í dæmisögum Jesú sem seldu allar eigur sínar til að kaupa það sem verðmætara var? Ef svo er látum við Guðsríki ganga fyrir, jafnvel þótt það kosti óþægindi og sjálfsafneitun. — Matt. 6:19-22.

2 Þar sem þjónustan við Guðsríki er fjársjóður ætti okkur að langa til að auka hana. Hvað sýnir persónuleg lífsstefna okkar? Erum við að auka þjónustu okkar við Guðsríki? Við getum gert það með því að taka þátt í hinum ýmsu greinum þjónustunnar, þar með talið boðunarstarfið hús úr húsi, endurheimsóknir, að stjórna biblíunámum og bera óformlega vitni.

3 ‚Hvernig get ég aukið hlutdeild mína?‘ Núna, þegar nýtt þjónustuár er að hefjast, er gott fyrir hvern og einn að endurskoða starfsemi sína til að athuga hvað hann geti gert til að verja meiri tíma til boðunarstarfsins og spyrja: ‚Get ég hagað málum mínum þannig að ég geti verið aðstoðarbrautryðjandi af og til eða jafnvel mánuð eftir mánuð? Gæti ég með smávegis breytingum gerst reglulegur brautryðjandi?‘ Nýir brautryðjendur, sem hefja það starf 1. september, geta sótt brautryðjendaskólann næsta ár ef næg þátttaka fæst.

4 Sumir boðberar hafa sett sér það markmið að gefa meiri óformlegan vitnisburð. Það starf ber oft frábæran ávöxt. Aðrir finna kannski fyrir nauðsyn þess að taka framförum í að fara í endurheimsóknir og gera þær áhrifaríkar eða stofna ný biblíunám.

5 Hvernig getum við aukið þjónustu okkar ef við komumst að því að hún sé á einhvern hátt takmörkuð? Þeir sem settu markið hærra og náðu því mæla með að láta hagsmuni Guðsríkis ganga fyrir hvað sem á gengur. (Matt. 6:33) Nauðsynlegt er að trúa og reiða sig algerlega á Jehóva. (2. Kor. 4:7) Leitaðu hjálpar hans með því að biðja í einlægni og af þrautseigju. (Lúk. 11:8, 9) Jehóva mun örugglega blessa einlæga viðleitni okkar til að auka hlutdeild okkar í þjónustu hans. — 1. Jóh. 5:14.

6 Talaðu við aðra bræður og systur sem hafa náð árangri í að auka þjónustu sína. Spyrðu þau hvernig þau gátu yfirstigið hindranir án þess að missa móðinn. Reynsla þeirra getur verið einmitt það sem þú þarft til að sannfærast um að það sé hægt að ná því marki að auka þjónustu sína.

7 Þegar þú lest greinar í Varðturninum eða Ríkisþjónustu okkar sem fjalla um boðunarstarfið skaltu íhuga hvernig þú getir notað tillögurnar í þjónustu þinni. Gerðu það sama þegar þú sækir safnaðarsamkomur eða mót. Tillögurnar í þessari grein eru byggðar á umræðum sem voru hluti af dagskrá síðasta svæðismóts. Hún er sú fyrsta í greinaröð sem ætlað er að hjálpa okkur að fylgja því sem sú dagskrá hvatti okkur til að gera og hagnýta okkur það.

8 Jesús tók þjónustu sína mjög alvarlega, sinnti henni fyrst og fremst. Hann sagði: „Minn matur er að gjöra vilja þess, sem sendi mig, og fullna verk hans.“ (Jóh. 4:34) Er okkur eins innanbrjósts? Þá finnum við vissulega leiðir til að auka þjónustuna og deila ‚fagnaðarerindinu‘ með öðrum úr dýrmætum sjóði okkar. — Matt. 12:35; Lúk. 6:45.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila