Getur þú aukið starf þitt?
1. Á hverju er þörf úti á akrinum og hvers vegna?
1 Þegar Jesús virti fyrir sér allan mannfjöldann sem þráði að heyra fagnaðarerindið um ríkið benti hann lærisveinum sínum á að ‚biðja Drottin uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar‘. (Matt. 9:37, 38) Og þar sem uppskerutímanum fer senn að ljúka er starf okkar enn meira aðkallandi en áður. Það þýðir að við ættum að gera það að bænarefni hvernig við gætum aukið starf okkar úti á akrinum. — Jóh. 14:13, 14.
2. Hvernig hafa sumir brugðist við kallinu um fleiri verkamenn til uppskerunnar?
2 Að auka við starfið: Með hjálp Jehóva og handleiðslu hans hafa margir séð sér fært að gerast brautryðjendur. (Sálm. 26:2, 3; Fil. 4:6) Sumir hafa getað verið aðstoðarbrautryðjendur í einn eða fleiri mánuði á ári. Þetta hefur reynst mörgum góð leið til þess að auka enn frekar við starf sitt. Gleðin sem þeir uppskáru í aðstoðarbrautryðjandastarfinu varð til þess að margir þeirra hugleiddu að gerast brautryðjendur. — Post. 20:35.
3. Hvað gætirðu tekið til umhugsunar ef þú hefur áður þjónað sem brautryðjandi?
3 Gætirðu byrjað aftur sem brautryðjandi?: Ef þú hefur áður þjónað sem brautryðjandi áttu örugglegar góðar minningar frá þeim tíma. Hefurðu haft það með í bænum þínum að geta hugsanlega tekið þátt í þessu starfi aftur? Kannski hafa aðstæður þínar breyst þannig að ástæðan fyrir því að þú hættir sem brautryðjandi er ekki lengur til staðar. Nú hefurðu ef til vill tækifæri til að taka þátt í þessu sérstaka starfi á nýjan leik. — 1. Jóh. 5:14, 15.
4. Hvaða einstaka tækifæri stendur okkur öllum til boða?
4 Uppskerustarfið er vel á veg komið og því mun senn ljúka. (Jóh. 4:35, 36) Við ættum því öll að hugleiða hvort við séum í aðstöðu til að hagræða málum okkar þannig að við getum aukið við starf okkar á akrinum. Ef við, eftir einlæga sjálfsrannsókn, sjáum að það er ekki mögulegt gætum við þá reynt að gera starf okkar árangursríkara? (Mark. 12:41-44) Það er mikill heiður í boði fyrir þá sem eru í aðstöðu til að nota krafta sína í þessu einstaka starfi Guðs. — Sálm. 110:3.