Höfum gagn af Guðveldisskólanum fyrir árið 1996 — 2. hluti
1 Skömmu eftir að Guðveldisskólinn var stofnaður árið 1943 stóð í skýrslu frá einni af deildarskrifstofum Félagsins: „Þessum afbragðsgóða skóla tókst á stuttum tíma að hjálpa mörgum bræðrum, sem höfðu haldið að þeir gætu aldrei flutt opinbera fyrirlestra, að ná góðum tökum á ræðumennskunni og auka hæfni sína í boðunarstarfinu.“ Skólinn heldur áfram að veita frábæra þjálfun sem við þurfum öll á að halda.
2 Biblíulesturinn: Þeir sem fá ræður til að flytja eru ekki þeir einu sem hafa gagn af skólanum hverju sinni. Í rauninni fáum við öll verkefni — vikulega biblíulesturinn. Á námsskrá skólans kemur fram hvaða biblíukafla á að lesa í hverri viku. Víða í Ritningunni er minnt á mikilvægi þess að lesa Biblíuna daglega. (Jós. 1:8; Sálm. 1:2; Post. 17:11) Til að hafa góða andlega heilsu er nauðsynlegt að lesa Biblíuna; hún nærir hugann og hjartað. Ef við lesum í Biblíunni í að minnsta kosti fimm mínútur á dag getum við haldið í við námsskrána. Þegar árið er liðið höfum við lesið meira en 150 kafla í orði Guðs. Ef við höfum biblíu alltaf við höndina ættum við að geta lesið í henni á hverjum degi.
3 Kennsluræðan: Til þess að hvetja bræðurna til trúfastrar og kostgæfrar þjónustu þarf sá sem flytur kennsluræðuna að beita góðri kennslutækni. Hann þarf að efla skilning á efninu og hjálpa áheyrendunum að meta að verðleikum Jehóva, orð hans og skipulag. Öldungar og safnaðarþjónar geta komið þessu til vegar með því að undirbúa sig vel, byggja ræðu sína í kringum stefið, tala af sannfæringu og glæða efnið lífi. (Hebr. 4:12) Mikilvægt er að ræðumaðurinn fara ekki yfir tímann. Bókin „Öll Ritningin . . .“ er troðfull af ritningarstöðum og spennandi biblíulegum upplýsingum sem koma okkur að gagni andlega. Boðendabókin hefur að geyma nútímasögu hins sýnilega skipulags Jehóva og skýrir frá atburðum í lífi raunverulegs fólks sem sýndi trú, kostgæfni, hollustu og kærleika. Það er margt sem við getum lært um andlega arfleifð okkar og hvernig Jehóva hefur blessað fólk sitt nú á tímum.
4 Höfuðþættir biblíulesefnisins: Bræður, sem fá þetta verkefni, ættu að velja sérstök vers sem leggja má út af á raunhæfan hátt söfnuðinum til gagns. Til þess þarf að lesa hina úthlutuðu kafla, hugleiða efnið vandlega og kynna sér hvað birst hefur um útvalin vers til að finna atriði sem skýra merkingu ritningarstaðanna. Aftast í Efnisskrá rita Varðturnsfélagsins er að finna „Ritningastaðaregistur“ sem getur komið að gagni við að finna upplýsingar um ákveðin biblíuvers. Bræður, sem annast þetta atriði, ættu að nota góða dómgreind og forðast að taka með óviðkomandi efni. Þeir ættu ekki að taka saman meira efni en hægt er með góðu móti að komast yfir á sex mínútum.
5 Við getum öll haft gagn af Guðveldisskólanum. Hann getur hjálpað okkur að verða betri ræðumenn og kennarar. Ef við nýtum okkur vel þessa ráðstöfun mun það vissulega hjálpa okkur að láta ‚framför okkar verða augljósa öllum.‘ — 1. Tím. 4:15.