Guðveldisfréttir
◼ Vestur-Afríkuríkin Benín, Fílabeinsströndin, Gana, Kamerún, Líbería og Nígería náðu öll nýju boðberahámarki í febrúar.
◼ Margir flóttamenn hafa snúið aftur til Líberíu, og landsmenn þyrstir mjög í sannleikann. Í febrúar var nýtt hámark boðbera, 2286, og 6277 heimabiblíunámskeið voru í gangi.
◼ Boðberar í Macau voru 135 í febrúar en það er 16 pósenta aukning miðað við meðaltal síðasta árs.
◼ Fídjíeyjar, Salómonseyjar og Tahítí á Suður-Kyrrahafi greina allar frá nýju boðberahámarki í febrúar.
◼ Madagaskar greindi frá nýju boðberahámarki í febrúar, 9484 boðberum, en það er 14 prósenta aukning miðað við meðaltal síðasta árs. Meira en 20.000 heimabiblíunámskeið voru í gangi í mánuðinum.