Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.99 bls. 1
  • Undirbúningur er gleðigjafi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Undirbúningur er gleðigjafi
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Svipað efni
  • Undirbúningur — lykillinn að árangri
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Notaðu hana ef hún ber árangur!
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • „Þjónið Drottni með gleði“
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Verum „reiðubúin til sérhvers góðs verks“
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 7.99 bls. 1

Undirbúningur er gleðigjafi

1 Þátttaka í boðunarstarfinu er mikill gleðigjafi. (Sálm. 89:16, 17) Undirbúningur er að sjálfsögðu lykillinn að því að njóta gleðinnar til fulls. Því betur sem við undirbúum okkur, þeim mun meiru komum við í verk, og því meiru sem við komum í verk, þeim mun meiri verður gleði okkar.

2 Notaðu verkfærin sem eru fyrir hendi: Byrjaðu undirbúninginn á því að lesa Ríkisþjónustuna og kryfja efnið til mergjar. Þar má finna vel úthugsuð kynningarorð sem hafa verið samin til að hjálpa þér að kynna guðsríkisboðskapinn auðveldlega og á áhrifaríkan hátt. Þar eru tíunduð dæmi um hvernig sigrast megi á algengum mótbárum og bent á hvernig fara megi í áhrifaríkar endurheimsóknir með það að markmiði að koma af stað biblíunámskeiðum. Þér er frjálst að laga þessar tillögur í hendi þér. Að auki geturðu leitað fanga í Biblíusamræðubæklingnum sem hefur að geyma margvíslegar kynningar og einnig tillögur um viðbrögð við samræðutálmum. Þannig getur þér tekist betur upp í flestum aðstæðum sem þú lendir.

3 Skoðaðu ritið sem þú ætlar að bjóða og finndu eitt eða tvö áhugaverð atriði til að sýna húsráðendum. Þú gætir bryddað upp á umhugsunarverðri frétt, sem þú hefur heyrt eða lesið um, til að koma samræðum af stað. Gerðu ráð fyrir að mæta ýmsum algengum mótbárum og hugleiddu hvernig þú getir brugðist við þeim. Taktu þér síðan nokkrar mínútur til að æfa tilsvör þín.

4 Sæktu allar þjónustusamkomur: Hlustaðu vandlega þegar fjallað er á þjónustusamkomum um kynningar úr Ríkisþjónustu okkar og þær sviðsettar. Vertu vakandi fyrir hugmyndum sem þú telur þig geta fellt inn í kynningarorð þín. Rifjaðu upp sumar algengar aðstæður sem þú hefur staðið frammi fyrir í boðunarstarfinu og hugleiddu hvernig þú getir gefið áhrifaríkari vitnisburð. Ræddu um þetta við aðra boðbera fyrir og eftir samkomuna.

5 Þú getur verið viss um að þér hlotnist meiri gleði og takist betur að hjálpa öðrum að finna veginn til lífsins ef þú ert undirbúinn undir ‚sérhvert gott verk.‘ — 2. Tím. 2:21.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila