Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.96 bls. 5
  • Undirbúningur — lykillinn að árangri

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Undirbúningur — lykillinn að árangri
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Sýnum persónulegan áhuga með því að undirbúa okkur
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Undirbúningur er gleðigjafi
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Verum „reiðubúin til sérhvers góðs verks“
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Notaðu hana ef hún ber árangur!
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 3.96 bls. 5

Undirbúningur — lykillinn að árangri

1 Ef þú býrð þig undir boðunarstarfið vinnur það bug á öllu hiki við að taka þátt í því. Þegar þú gengur heim að hverju húsi veistu hvað þú ætlar að segja við húsráðendur. Þú þarft ekki að kvíða því að upp komi aðstæður sem þú ræður ekki við. Þegar heim er komið úr boðunarstarfinu á akrinum finnur þú til uppörvunar því að þú veist að þú lagðir þig vel fram við boðun fagnaðarerindisins. Já, rækilegur undirbúningur er lykillinn að því að skerpa hæfni okkar í að prédika og kenna.

2 Páll lagði áherslu á að vera undirbúinn með því að hvetja okkur til að vera „skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins.“ (Ef. 6:15) Í þessu felst að undirbúa huga okkar og hjarta, svo og að tileinka sér jákvætt viðhorf og fúsleika. Þegar við erum undir það búin að segja öðrum frá sannleikanum mun erfiði okkar verða umbunað með ávexti Guðsríkis, og það gerir okkur hamingjusöm. — Post. 20:35.

3 Hvernig búa má sig undir prédikunarstarfið: Við ættum að velja kynningarorð sem okkur finnst þægileg, ef til vill úr tillögunum í Rökræðubókinni eða þeim sem er að finna á baksíðu Ríkisþjónustu okkar. Skoðaðu vandlega ritningarstaðina sem þú ætlar að nota og veldu orð eða setningar sem þú ætlar að undirstrika til að láta aðalatriðin í kynningu þinni koma skýrt fram. Það er engin þörf á að læra kynningarorðin utan að. Öllu heldur er best að gera sér glögga grein fyrir því hvaða hugmynd kemur þar fram, setja hana fram með eigin orðum og á þann hátt sem þú telur að höfði til áheyranda þíns.

4 Líttu yfir ritið sem þú hefur í hyggju að bjóða og veldu þér nokkur áhugaverð umræðuefni. Veldu eitthvað sem þú heldur að fólkið á starfssvæði þínu hafi áhuga á. Leiddu hugann að því hvernig þú getir aðlagað kynningarorð þín að mismunandi fólki — karlmanni, konu, gamlingja eða unglingi.

5 Hefur þú reynt að hafa æfingartíma? Mæltu þér mót við fjölskyldumeðlimi þína eða aðra boðbera til að ræða um hvaða kynningarorð gætu gefið góða raun og æfið þau síðan upphátt til þess að þau verði skýr í huga allra. Reynið að líkja eftir raunverulegum aðstæðum og mótbárum sem þið mætið líklega á svæðinu. Slíkar æfingar munu auka málfimi þína, láta þig ná betri árangri í prédikunarstarfinu og bæta sjálfstraust þitt.

6 Auk þess að semja og æfa kynningarorð þín ættir þú að spyrja sjálfan þig: ‚Eru fötin, sem ég ætla að fara í, við hæfi í starfinu? Hef ég það sem til þarf í bókatöskunni, þar með talin ritin sem ég ætla að nota? Eru þau í góðu ásigkomulagi? Er ég með Rökræðubókina, smárit, millihúsaminnisblöð og skriffæri?‘ Vel úthugsaður undirbúningur mun stuðla að árangursríkari degi í boðunarstarfinu.

7 Þegar við erum búin að undirbúa okkur eins vel og við getum ættum við að biðja um anda Jehóva til að hjálpa okkur að ná góðum árangri. (1. Jóh. 5:14, 15) Ef við gefum undirbúningnum vandlegan gaum höfum við meiri ánægju af starfi okkar þá er við ‚fullnum þjónustu okkar.‘ — 2. Tím. 4:5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila