Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.99 bls. 4
  • ‚Komum okkur að efninu!‘

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • ‚Komum okkur að efninu!‘
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Svipað efni
  • Árangursrík þátttaka í lífsnauðsynlegu boðunarstarfi okkar
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Hjálpum öðrum að læra um son Guðs, Jesú Krist
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Undirbúningur fyrir blaðakynningu
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Fylgjum gullnu reglunni í boðunarstarfinu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 7.99 bls. 4

‚Komum okkur að efninu!‘

1 Hefurðu einhvern tíma lent í því að húsráðandi hefur gripið fram í fyrir þér þegar þú ert að flytja vel undirbúna kynningu og sagt: „Hvað viltu eiginlega? Komdu þér að efninu!“ Hvað getum við lært af því?

2 Óþolinmæði einkennir fólk nú á tímum. Það vill vita hverjir við erum og hvers vegna við komum. Þegar það kemst að því að tilgangur heimsóknarinnar sé að ræða um Biblíuna neitar það kannski að hlusta. Biblíulestur og umræður um andleg mál skipa lítinn sess í lífi margra. Hvernig getum við sannfært slíka húsráðendur um að þeir eigi að taka sér nokkrar mínútur til að spjalla um biblíulegt efni?

3 Það sem virkar best: Lykillinn er að sýna húsráðandanum fram á að Biblían hafi að geyma raunhæfar lausnir á vandamálum sem snerta hann og gera það í eins fáum orðum og hægt er. Áhrifaríkasta kynningin er að varpa fram ákveðinni spurningu sem vekur húsráðandann til umhugsunar og fylgja því síðan eftir með ritningarstað sem svarar spurningunni. Spreyttu þig á eftirfarandi tillögum. Þær geta hjálpað þér að ‚komast fljótt að efninu‘ og vekja áhuga húsráðandans.

4 Á svæðum þar sem fólk segist oft ekki hafa áhuga skaltu varpa fram spurningu sem snertir það persónulega:

◼ „Nú gengur ný árþúsund senn í garð. Ertu bjartsýnn eða svartsýnn á framtíðina? [Leyfðu húsráðanda að svara.] Biblían spáði þeim óskemmtilegu atburðum sem blasa við núna og jafnframt hver framvindan yrði.“ Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:1, 2, 5 og Orðskviðina 2:12, 22.

◼ „Margir hafa áhyggjur af heilbrigðismálum í þjóðfélaginu. Vissirðu að Guð lofar að leysa öll heilsufarsvandamál til frambúðar?“ Lestu Opinberunarbókina 21:3, 4.

◼ „Hvernig heldurðu að það yrði samfélaginu til góðs ef allir lifðu í samræmi við meginreglur Biblíunnar?“ Lestu Matteus 22:37-39.

5 Þar eð okkur er falið að prédika fagnaðarerindið um Guðsríki ættum við að beina athygli að því sem það kemur til leiðar, hvenær sem þess er kostur. Þú gætir sagt:

◼ „Vissirðu að elsta bók veraldar, Biblían, spáir því að ein stjórn muni ríkja yfir öllum heiminum?“ Lestu Daníel 2:44.

◼ „Hvernig heldurðu að ástandið yrði ef Jesús Kristur stjórnaði heiminum?“ Lestu Sálm 72:7, 8.

6 Á svæðum þar sem fólk er trúhneigt gætirðu reynt einhverja eftirfarandi kynningu:

◼ „Mörgu fólki er mismunað sökum litarháttar, kynferðis eða trúar. Hvað heldurðu að Guði finnist um slíka fordóma?“ Lestu Postulasöguna 10:34, 35.

◼ „Við vitum að Jesús Kristur gerði mörg kraftaverk þegar hann var uppi. Ef þú gætir beðið hann að gera enn eitt kraftaverk, um hvað myndirðu biðja?“ Lestu Sálm 72:12-14, 16.

7 Ef húsráðandinn er tregur til að opna dyrnar gætirðu komið samræðum af stað með því að segja:

◼ „Flestir eru orðnir dauðleiðir á að heyra um vandamál. Þeir vilja heyra um lausnir. Það vilt þú vafalaust líka. En hvar getum við fundið alvörulausnir á vandamálum okkar?“ Leyfðu húsráðanda að svara. Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:16, 17.

8 Hvers vegna ekki að reyna þær? Oft er einföld og hnitmiðuð spurning allt sem þarf til að vekja áhuga húsráðanda. Kona nokkur, sem hafði verið andsnúin sannleikanum, bauð tveim systrum inn á heimili sitt eftir að önnur þeirra spurði: „Veistu hvaða ríki þú biður um í Faðirvorinu?“ Spurningin vakti forvitni konunnar og hún þáði biblíunámskeið. Núna er hún vígður þjónn Jehóva.

9 Vertu einlægur í fasi þegar þú ræðir við húsráðendur. Fólk er mun líklegra til að bregðast vinsamlega við þegar það er sannfært um að við höfum ósvikinn áhuga á því. — Post. 2:46, 47.

10 Það er krefjandi starf að prédika fagnaðarerindið nú á tímum. Sumir húsráðendur hafa illan bifur á ókunnugum. Aðrir lifa erilsömu lífi og eiga lítinn tíma aflögu. Við getum hins vegar verið viss um að enn sé marga verðuga að finna. (Matt. 10:11) Tilraunir okkar til að hafa upp á þeim bera án efa meiri árangur ef við höfum kynningarnar stuttar og ‚komum okkur að efninu!‘

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila