Vertu staðráðinn í að fara aftur!
1 „Þetta var frábært samtal! Ég verð að muna að fara þangað aftur.“ Hefurðu einhvern tíma sagt þetta en síðan gleymt hvar viðmælandi þinn átti heima? Þá veistu að eina leiðin til að tryggja að þú farir aftur er að skrifa það niður.
2 Skrifaðu allt niður: Taktu þér stutta stund til að skrifa hjá þér það helsta sem ykkur fór í milli meðan það er enn í fersku minni. Skrifaðu niður nafn viðmælanda þíns og annað sem auðveldar þér að bera kennsl á hann aftur. Punktaðu hjá þér heimilisfangið en giskaðu ekki á það — gakktu úr skugga um að það sé rétt. Skráðu hjá þér hvað þið rædduð um, ritningarstaði sem þú last og hvaða rit þú skildir eftir.
3 Hafirðu sagst ætla að svara ákveðinni spurningu næst skaltu skrifa hana niður. Uppgötvaðirðu eitthvað um hagi viðmælanda þíns, fjölskyldu eða trú? Skráðu það niður. Minnstu síðan á það næst þegar þú kemur til að sýna að þú hafir áhuga á honum. Skrifaðu að lokum hjá þér hvaða dag og á hvaða tíma dags þú komst fyrst í heimsókn og hvenær þú sagðist ætla að koma aftur. Góðir minnispunktar eru góð minnishjálp og þú gleymir síður loforði þínu um að koma aftur. — 1. Tím. 1:12.
4 Þegar allt hefur verið vandlega skráð skaltu geyma upplýsingarnar í starfstöskunni svo að þær séu alltaf til taks, ásamt biblíu, Biblíusamræðubæklingi og biblíuritum. Best er að skrá þá staði þar sem enginn er heima á sér millihúsaminnisblöð en ekki á minnisblöð fyrir endurheimsóknir. En án tillits til þess hve mikil vinna lögð er í að halda skrá yfir endurheimsóknir skiptir auðvitað mestu máli að þú farir aftur.
5 Hugsaðu um húsráðandann: Renndu yfir minnispunktana áður en þú ferð í endurheimsóknina. Hugsaðu um hvern húsráðanda og hvernig best sé að koma að máli við hann þegar þú kemur aftur. Hugleiddu hvernig þú getir vakið áhuga hans á heimabiblíunámskeiði. Góður undirbúningur eykur afköst þín í boðunarstarfinu og þar með gleði þína. — Orðskv. 21:5a.
6 Næst þegar þú finnur einhvern, sem hlustar á þig, skaltu ekki ætla þér að muna allt um hann. Skrifaðu það heldur niður, farðu yfir minnispunktana, hugsaðu um húsráðandann og vertu síðan staðráðinn í að fara aftur!