Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.00 bls. 4
  • Vegsamaðu Guð með góðri hegðun

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vegsamaðu Guð með góðri hegðun
  • Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Svipað efni
  • Brautryðjandastarf á unglingsárunum
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Hljótum lof fyrir góða breytni
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • „Hegðið ykkur vel meðal þjóðanna“
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Landsmótið 1997 „Trúin á orð Guðs“
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2000
km 5.00 bls. 4

Vegsamaðu Guð með góðri hegðun

1 Hvar sem við erum ber hegðun okkar, klæðaburður og snyrting vitni um okkur og þann Guð sem við tilbiðjum, sérstaklega þegar við komum saman á fjöldasamkomum þar sem margir sjá til okkar. Þegar við erum til fyrirmyndar er það nafni hans til vegsemdar. (1. Pét. 2:12) En slæm hegðun eða hugsunarlaus framkoma fáeinna einstaklinga getur orðið nafni hans og fólki til vansa. (Préd. 9:18b) Þar eð utanaðkomandi fólk dæmir skipulagið og Jehóva eftir breytni okkar ættum við að leggja okkur fram um ‚gera allt honum til dýrðar.‘ — 1. Kor. 10:31.

2 Fyrirmyndarhegðun á gististöðum: Yfirleitt gerir hótelstarfsfólk góðan róm að reglusemi, kurteisi og hreinleika votta Jehóva. Hótelstjóri sagði þetta um vottafjölskyldur sem gistu á hóteli hans: „Börn votta Jehóva eru bestu börn sem ég hef nokkru sinni kynnst! Þau eru prúðbúin, koma vel fyrir, eru háttprúð og kurteis og hafa ekki valdið neinum vandkvæðum. Mig langar til að hrósa ykkur fyrir krakkana. Við nutum þess að hafa börnin ykkar hér.“ Það stendur ekki á slíkum ummælum því að fólk sem við eigum samskipti við sér kærleikann og virðinguna sem ríkir meðal þjóna Jehóva.

3 En athugasemdir frá starfsmönnum sumra hótela gefa til kynna að sumir eru kærulausir í hegðun sinni eða misnota hótelaðstöðuna. Þetta hefur valdið vandkvæðum og kallað á gagnrýni sem ekki ætti að heyrast. Sumir hótelstjórar hafa kvartað yfir háreysti óstýrilátra barna og unglinga sem hafa notað sundlaugar eða önnur afþreyingartæki án umsjónar foreldra.

4 Á flestum hótelum eru reglur sem vænst er til að gestir fylgi. Sumir bræður hafa brotið þessar reglur með því að hafa of hátt eða matreiða í hótelherberginu. Hótelstjórar segja algengt að hótelgestir misnoti aðstöðuna á þennan hátt. Skemmdir hafa orðið í herbergjum og matarlykt loðað svo lengi við að ekki hefur verið unnt að leigja herbergin í marga daga eða vikur. Matseld í hótelherbergjum er bönnuð nema annað sé sérstaklega tekið fram.

5 Leggið ykkur einkum fram um að fylgja umgengnisreglum hótela og gistihúsa. Við viljum alls ekki koma óorði á fólk Jehóva og við verðum að hegða okkur heiðarlega öllum stundum. Við tökum ekki handklæði eða aðra „minjagripi“ með okkur af hótelum því að það er stuldur, og við ættum ekki að segja rangt til um fjölda gesta í hverju herbergi við bókun eða innritun.

6 Réttur klæðaburður á mótinu: Líta ber á mótsstaðinn sem stóran ríkissal meðan á mótinu stendur, óháð því hvaða húsnæði er notað. Við eigum að vera jafnsnyrtilega til fara og á samkomu í ríkissalnum. Hvorki á mótsstaðnum né utan hans ættu bræður og systur að klæðast ósæmilegum eða sérviskulegum tískufötum sem endurspegla anda heimsins og gera að verkum að erfitt er að sjá mun á okkur og veraldlegu fólki. Systur skulu gæta þess að kjólar og pils séu með sæmandi sniði og hæfilega síð. (1. Tím. 2:9, 10) Þegar við erum á mótsstað, gistum á hóteli, borðum á veitingahúsi eða verslum í búð ættum við ávallt að sýna að við erum þjónar Guðs og vera engum til ásteytingar. — 2. Kor. 6:3.

7 Skírnin fer fram í hádeginu á laugardeginum. Varðturninn á ensku 1. apríl 1995, bls. 30, lýsir því hvað telst viðeigandi framkoma við þetta tækifæri: „[Við] eigum að líta á skírnarathöfnina sem alvörustund. Mikil tilfinningasemi, hróp, köll og gleðskapur er ekki viðeigandi. En þetta á ekki heldur að vera dapurleg stund.“ Það væri allsendis óviðeigandi að láta skírast í efnislitlum eða ósmekklegum sundfötum. Allir ættu því að endurspegla þá gleði og alvöru sem er samfara kristinni skírn.

8 Pétur minnir okkur á að „ganga fram í heilagri breytni og guðrækni.“ (2. Pét. 3:11) Megi orð okkar og verk á landsmótinu „Gerendur orðsins“ hvetja hjartahreint fólk til að kynnast hinum mikla Guði og tilbiðja hann því að hann er verður alls heiðurs og dýrðar. — 1. Kor. 14:24, 25.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila