Notaðu atburði líðandi stundar til að vekja áhuga
1 Viltu hafa aðgang að óþrjótandi umræðuefni til að halda boðunarstarfi þínu fersku og vekja áhuga fólks á boðskap Biblíunnar? Notaðu þá það sem er að gerast úti í heimi og í þjóðfélaginu til að koma af stað samræðum. Þú getur minnst á atburði á vettvangi þjóðmála eða fréttir af erlendum vettvangi. Þar eru stöðugar breytingar. (1. Kor. 7:31, NW) Íhugaðu eftirfarandi dæmi:
2 Efnahagsvandamál og framfærslukostnaður er mörgum áhyggjuefni. Þú gætir því sagt:
◼ „Heyrðirðu í fréttum að verð á [segðu á hverju] hefur hækkað aftur?“ Eða minnstu á atvinnuleysi ef stórt fyrirtæki hefur sagt upp mörgum starfsmönnum. Með hliðsjón af því hvað þú vilt ræða um næst geturðu ýmist spurt: „Hefurðu hugleitt af hverju það er svo erfitt að sjá sér farborða?“ eða: „Heldurðu að það verði alltaf svona erfitt að ná endum saman?“
3 Nota má fréttir um ofbeldi, svo sem fjölskylduharmleiki eða skólaofbeldi, til að koma af stað samræðum. Þú gætir spurt:
◼ „Lastu fréttina um [nefndu harmleikinn sem hefur átt sér stað]?“ Spurðu síðan annaðhvort: „Hvað heldurðu að valdi öllu þessu ofbeldi í heiminum?“ eða: „Heldurðu að sá tími komi að allir verði óhultir?“
4 Fréttir af mannskæðum flóðum, jarðskjálftum eða ólgu á ýmsum stöðum í heiminum má líka nota til að vekja áhuga. Þú gætir til dæmis spurt:
◼ „Ætli Guð beri ábyrgð á [nefndu náttúruhamfarirnar]?“ Þú getur líka bent á nýlegt dæmi um þjóðfélagsólgu og spurt: „Af hverju ætli sé svona erfitt að koma á friði fyrst allir vilja frið?“
5 Vertu vakandi fyrir atburðum líðandi stundar til að nota í kynningarorðum. Gagnlegar tillögur er að finna undir „Atburðir líðandi stundar“ á bls. 2 í Biblíusamræðubæklingnum. Gættu þess að taka ekki afstöðu í pólitískum eða þjóðfélagslegum ágreiningsmálum. Beindu heldur athyglinni að Ritningunni og Guðsríki, einu varanlegu lausninni á vandamálum manna.