Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.01 bls. 1
  • Vertu góður áheyrandi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vertu góður áheyrandi
  • Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Svipað efni
  • ‚Gætið að hvernig þið heyrið‘
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Þannig leiðir Jehóva okkur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Unga fólkið hefur gagn af samkomunum
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Gættu að hvernig þú heyrir
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2001
km 1.01 bls. 1

Vertu góður áheyrandi

1 Það kostar sjálfsaga að hlusta með athygli. Áheyrandann þarf einnig að langa til þess að læra og njóta góðs af því sem sagt er. Þess vegna lagði Jesús áherslu á nauðsyn þess að ‚gæta að hvernig þér heyrið.‘ — Lúkas 8:18.

2 Þetta á sérstaklega við þegar við sækjum safnaðarsamkomur, svæðismót og umdæmismót. Þá verðum við að leggja vel við hlustirnar. (Hebr. 2:1) Hér fara á eftir nokkrar tillögur sem geta hjálpað þér að hlusta vel á þessum samkomum.

◼ Mettu samkomurnar að verðleikum. Samkomurnar eru mikilvæg leið sem Jehóva notar til að kenna okkur fyrir milligöngu ‚hins trúa ráðsmanns.‘ — Jes. 54:13; Lúk. 12:42.

◼ Undirbúðu þig. Farðu yfir efnið sem á að fjalla um, og gakktu úr skugga um að þú hafir biblíuna þína meðferðis og námsritið sem verið er að fara yfir.

◼ Leggðu þig allan fram um að einbeita þér á samkomunum. Þú skalt forðast að tala við sessunauta þína eða fylgjast með því sem aðrir eru að gera. Reyndu að hugsa ekki um hvað þú ætlir að gera eftir samkomu eða um önnur persónuleg mál..

◼ Brjóttu efnið til mergjar. Spyrðu þig: ‚Hvernig á þetta við mig og hvenær ætla ég að fara eftir þessu?‘

◼ Punktaðu niður hjá þér aðalatriði og ritningarstaði. Það auðveldar þér að halda huganum við efnið og festa lykilatriðin í minni til síðari nota.

3 Kenndu börnunum að hlusta: Börn þurfa andlega fræðslu. (5. Mós. 31:12) Til forna þurftu allir, sem „vit höfðu á að taka eftir,“ að fylgjast með þegar lögmálið var lesið upp fyrir þá. (Nehem. 8:1-3) Ef foreldrar taka þátt í samkomunum og fylgjast vel með er líklegt að börnin geri það líka. Það er ekki skynsamlegt að taka með leikföng eða litabækur handa börnunum. Óþarfa salernisferðir trufla líka hlustun þeirra. Þar sem „fíflska situr föst í hjarta sveinsins“ verða foreldrar að ganga fast eftir því að börnin sitji kyrr og hlusti á samkomum. — Orðskv. 22:15.

4 Með því að vera góðir áheyrendur sýnum við að okkur langar til að ‚auka lærdóm okkar‘ og það ber vitni um visku. — Orðskv. 1:5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila