Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.01 bls. 8
  • „Í trúnni stend ég staðfastur“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Í trúnni stend ég staðfastur“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Svipað efni
  • Áhrifarík myndbönd
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Vottar Jehóva – skipulagðir til að boða fagnaðarerindið
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Hugrakkir og ráðvandir í ofsóknum nasista
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • Fræðslugögn sem hvetja og styrkja
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2001
km 6.01 bls. 8

„Í trúnni stend ég staðfastur“

1 Þessi ljóðlína endurómar staðfestu þeirra þúsunda votta, lífs og liðinna, sem hvikuðu ekki frá trú sinni meðan grimmdaræði nasista gekk yfir. (Ef. 6:11, 13) Myndbandið Staðfesta votta Jehóva í ofsóknum nasista segir hrífandi sögu af hugrekki og sigrum þessara trúföstu kristnu manna. Allir safnaðarmenn eru hvattir til að sjá heimildarmyndina og ræða saman um inntak hennar og áhrif.

2 Eftirfarandi spurningar geta örvað hugsunina: (1) Af hverju tóku vottar Jehóva djarfmannlega afstöðu gegn nasistum? (2a) Hvernig og hvers vegna svarf til stáls með vottum Jehóva og nasistum út af kveðju? (2b) Hvaða áhrif hafði þetta á vottafjölskyldur? (3) Hve margir vottar voru settir í fangabúðir, hvernig voru þeir merktir og hvernig fór Gestapó með þá? (4) Hvaða gjald vildu bræður okkar ekki greiða til að fá frelsi? (5a) Hvenær og hvernig sögðu vottar Jehóva frá grimmdarverkum hitlersstjórnarinnar? (5b) Hvernig brást Hitler við? (6) Hvernig varð samstaða vottanna þeim og öðrum til bjargar, bæði bókstaflega og andlega? (7) Nefndu dæmi um trúfasta karla, konur eða börn sem hvetja þig til ráðvendni, hvað sem á dynur. (Sjá einnig Árbókina 1999, bls. 144-7.) (8) Hvað finnst þér um það að tilheyra ekki heiminum, eftir að hafa séð þessa mynd?

3 Dirfska og hugrekki votta Jehóva, sem Staðfestumyndbandið lýsir, getur hjálpað ungu fólki, jafnt vottum sem öðrum, að taka rétta afstöðu til umburðarleysis og hópþrýstings og virða samvisku sína. Börn og unglingar í efri bekkjum grunnskóla og í framhaldsskólum gætu hugsanlega boðið kennurum sínum upp á að nota myndbandið við kennslu. Hægt er að benda á að myndin fjalli um lítt þekktan kafla mannkynssögunnar eða nefna að þetta sé heimildarmynd með siðferðilegum boðskap.

4 Staðfestumyndbandið sýnir mjög greinilega fram á hvernig kennsla Guðs veitir þann andlega styrk sem þarf til að þóknast honum og vera staðfastur í því sem rétt er. (1. Kor. 16:13) Komdu því á framfæri við alla sem hafa áhuga á sannleikanum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila