Sameinuð með kennslu Guðs — fyrirmynd um sanna bróðureiningu
Farandhirðir var viðstaddur biblíunámskeið hjá konu sem var ekki farin að mæta á safnaðarsamkomur. Hann bauð henni að horfa á myndbandið United by Divine Teaching (Sameinuð með kennslu Guðs). Í sömu viku kom hún á samkomu og sagðist vera ánægð að vera mætt. Af hverju bar myndbandið svona góðan árangur? Það sem vakti hrifningu konunnar var hin verðmæta bróðureining, sem myndbandið sýndi, mitt í ofbeldis- og hatursfullum heimi. — Jóh. 13:35.
Horfðu á myndbandið til að skynja friðinn og kærleikann sem ríkir meðal Votta Jehóva um heim allan. Hugleiddu svo þessar spurningar:
(1) Af hverju var „Kennsla Guðs“ viðeigandi stef fyrir mótin sem haldin voru árin 1993-94? — Míka 4:2.
(2) Hvaða þýðingu hefur sannleikur Biblíunnar haft fyrir sumar fjölskyldur? Hvaða þýðingu hefur hann haft fyrir fjölskyldu þína?
(3) Af hverju er mikilvægt að fá kennslu frá Jehóva? — Sálm. 143:10.
(4) Hvaða hindranir þarf að yfirstíga til að undirbúa fjölmennt alþjóðamót?
(5) Hefur þú séð sannleiksgildi orðanna í Sálmi 133:1 og Matteusi 5:3 (NW) á kristnum mótum sem þú hefur sótt?
(6) Hvað sannar að kennsla Guðs hefur sterk áhrif? — Opinb. 7:9.
(7) Hver er mesta fjöldaskírn sannkristinna manna hingað til?
(8) Hvaða orð Míka, Péturs og Jesú eru að uppfyllast núna á meðal Votta Jehóva?
(9) Hvað finnst þér sanna að sameinuð og hamingjusöm alheimsfjölskylda sé ekki bara draumur?
(10) Hverjum ætlar þú að sýna þetta myndband og af hverju?
Eftir að hafa horft á myndbandið komst ein systir að góðri niðurstöðu: „Myndbandið hjálpar mér að hafa hugfast að ótal bræður og systur um heim allan þjóna Jehóva trúfastlega á þessari stundu. . . . Bróðureiningin er svo sannarlega verðmæt!“ — Ef. 4:3.