Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. ágúst
„Heldur þú að vandamál eins og þessi verði einhvern tíma leyst? [Lestu fyrstu tilvitnunina í fremstu greininni og gefðu síðan kost á svari.] Innblásið orð Guðs fullvissar okkur um að slík vandamál taki bráðlega enda. [Lestu Sálm 72:12-14.] Í þessu blaði er útskýrt hvernig því verður komið til leiðar.“
Vaknið! júlí-september
„Friði jarðarbúa hefur sjaldan verið ógnað sem nú. Heldur þú að stjórnir manna geti komið á heimsfriði? [Gefðu kost á svari og lestu síðan Jesaja 2:4.] Í þessu blaði er bent á hvaða ástæður við höfum til að ætla að heimsfriður verði bráðlega að veruleika.“
Kynning fyrir boðunarstarfið
„Heldur þú að við mennirnir getum einhvern tíma lifað hamingjuríku lífi hér á jörðinni? [Gefðu kost á svari og lestu Opinberunarbókina 21:3, 4. Skýrðu versin stuttlega.] Biblían segir að Guðsríki komi þessu til leiðar. Og hún segir einnig hvernig þetta ríki kemur á réttlæti og góðu ástandi hér á jörð.“ Lestu Daníel 2:44 og skýrðu versið stuttlega. Síðan gætirðu spurt: „Veistu hvaða ríki þetta er? [Gefðu kost á svari.] Hér er átt við Guðsríki sem okkur er kennt að biðja um í Faðirvorinu. [Lestu Matteus 6:9, 10.] Þetta er ríkisstjórn sem mun fara með yfirráð yfir allri jörðinni.“ [Bjóddu síðan rit sem tengjast efninu.]