Spurningakassinn
◼ Hvenær er viðeigandi að mynda erlendan málhóp?
Þegar allmargir íbúar á svæði safnaðarins tala erlent tungumál, ættu öldungarnir að gera það sem þeir geta til að skipuleggja boðunarstarfið fyrir þennan málhóp. (km 7.02 bls. 1; km 2.98 bls. 3-4) Það getur verið að erlenda málsamfélagið sé dreift um svæði tveggja eða fleiri nágrannasafnaða. Í slíkum tilfellum veitir farandhirðirinn viðkomandi söfnuðum nauðsynlegar leiðbeiningar og aðstoðar þá þannig við að boða þessum hópi fagnaðarerindið. Öðru hverju væri hægt að flytja opinberan fyrirlestur eða halda Varðturnsnám og finna þannig út hversu margir sæki samkomur sem haldnar eru á erlenda málinu.
Erlendan málhóp er hægt að mynda ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt: (1) Í hópnum eru boðberar eða áhugasamir sem eiga auðveldara með að skilja fagnaðarerindið á erlenda málinu. (2) Hæfur öldungur eða safnaðarþjónn er fáanlegur til að fara með forystu og stjórna að minnsta kosti einni samkomu á viku. (3) Öldungaráð er reiðubúið að styðja hópinn. Öldungarnir ættu að láta deildarskrifstofuna vita þegar þessi skilyrði hafa verið uppfyllt svo að hægt verði að stofna hópinn formlega og veita frekari leiðbeiningar.
Flestir hópar byrja á því að halda safnaðarbóknámið vikulega. Öldungarnir gætu seinna fallist á að bæta við öðrum samkomum eins og opinberum fyrirlestri og Varðturnsnáminu. Hægt er að flytja verkefni nr. 2, 3 og 4 í Boðunarskólanum í annarri kennslustofu ef hæfur öldungur eða safnaðarþjónn talar viðkomandi tungumál og getur leiðbeint hópnum. Hópurinn sameinast þó þeim söfnuði, sem ber ábyrgð á honum, í kennsluræðunni, höfuðþáttum biblíulesefnisins og á þjónustusamkomunni. Einnig er hægt að skipuleggja samansafnanir fyrir hópinn.
Allir í hópnum vinna náið með öldungaráðinu sem hefur umsjón með honum. Öldungarnir ættu að veita raunhæfar leiðbeiningar og eiga frumkvæði að því að annast þarfir hópsins. Þegar farandhirðirinn heimsækir þann söfnuð, sem ber ábyrgð á hópnum, gerir hann einnig ráðstafanir til að starfa með hópnum og byggja hann upp andlega. Með blessun Jehóva getur erlendi málhópurinn orðið að söfnuði þegar fram líða stundir.