Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. apríl
„Eins og þú sérð er rætt hér um máltíð sem venjulega er kölluð síðasta kvöldmáltíðin. [Sýndu forsíðu og baksíðu blaðsins.] Vissir þú að þetta er eina hátíðin sem kristnum mönnum er boðið að halda? [Gefðu kost á svari. Lestu síðan Lúkas 22:19.] Þetta blað útskýrir hvers vegna þessi hátíð er svona mikilvæg og hvernig hún snertir okkur.“
Vaknið! apríl-júní
„Þrátt fyrir vandamál lífsins er margt sem við megum vera þakklát fyrir, finnst þér það ekki? [Gefðu kost á svari.] Ein ástæðan er sú hve vel við erum úr garði gerð. [Lestu Sálm 139:14.] Við megum vera þakklát fyrir að okkur skuli vera gefin þau skilningarvit sem þarf til að meta lífið að verðleikum, eins og lesa má um í þessu tölublaði Vaknið!“
Kynning á Kröfubæklingnum
Eftir að hafa dreift tímaritunum Varðturninum og Vaknið! gætir þú spurt viðtakandann hvort þú megir lesa stutta grein fyrir hann. Ef hann samþykkir það opnaðu þá Kröfubæklinginn á kafla 5. Bentu á spurningarnar í upphafi kaflans og biddu hann að hlusta eftir svarinu við fyrstu spurningunni á meðan þú lest fyrstu greinina. Spyrðu spurningarinnar þegar þú hefur lokið við að lesa greinina og hlustaðu á svar hans. Bjóddu honum bæklinginn og ef hann þiggur hann skaltu gera ráðstafanir til að koma aftur og fá svar hans við næstu tveim spurningum við þennan kafla.