Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. apríl
„Stundum talar fólk um komu Jesú Krists. Heldurðu að það sé atburður sem við getum hlakkað til eða ættum við að óttast hann? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir hvað biblíuritarinn Jóhannes sagði um þetta. [Lestu Opinberunarbókina 22:20.] Í þessu blaði er útskýrt hvað koma Krists mun hafa í för með sér.“
Vaknið! apríl-júní
„Mörgum finnst gott siðferði vera á undanhaldi. Hefurðu tekið eftir því? [Gefðu kost á svari.] Þetta ástand er uppfylling á biblíuspádómi. [Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:2-4.] Í þessu blaði er bent á hvað siðferðishrun okkar daga þýðir og hvert stefnir hjá mannkyninu.“
Vaknið! apríl-júní
„Margir líta á sig sem kristna menn. Hvað heldurðu að sé fólgið í því að vera kristinn? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir hvað Jesús sagði. [Lestu Jóhannes 15:14.] Í þessari grein kemur fram að það sé ekki nóg að segjast bara vera kristinn.“ Bentu á greinina sem hefst á bls. 26.