Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.04 bls. 5-6
  • Látlaus og lofsverð í klæðaburði og hegðun

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Látlaus og lofsverð í klæðaburði og hegðun
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Svipað efni
  • Klæðnaður okkar og útlit skiptir máli
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Snyrtilegur og smekklegur klæðnaður sýnir Guði virðingu
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Lofum Jehóva í „miklum söfnuði“
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Heiðrar þú Guð með klæðaburði þínum?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 4.04 bls. 5-6

Látlaus og lofsverð í klæðaburði og hegðun

1. Hvers vegna ættum við að hugsa um klæðnað okkar og snyrtingu þegar við búum okkur undir landsmótið í sumar?

1 „Vottar Jehóva eru prýðisfólk! Þið eruð vingjarnleg og vel klædd og sýnið öðrum virðingu.“ Þannig komst hótelstarfsmaður að orði um trúsystkin okkar sem sóttu eitt af umdæmismótunum í fyrra. Við annað tækifæri sagði hótelstarfsmaður: „Það er greinilegt að þið klæðið ykkur til að vera Guði til sóma.“ Já, það er vel tekið eftir mótsgestum. Við viljum því klæða okkur „eins og samboðið er fagnaðarerindinu“ því að það vekur oft jákvæð viðbrögð utanaðkomandi fólks og sýnir öðrum að við erum þjónar Guðs. (Fil. 1:27) Það er því vel við hæfi að við hugsum fyrir fram um klæðnað okkar og snyrtingu þegar við búum okkur undir landsmótið í sumar.

2. Hvers vegna getur verið erfitt fyrir okkur að endurspegla hreint hugarfar í klæðaburði og snyrtingu?

2 Lærisveinninn Jakob skrifaði: „Sú speki, sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein.“ (Jak. 3:17) Hreint hugarfar ætti að endurspeglast í klæðaburði okkar og snyrtingu. Siðlaus heimur Satans hefur þau áhrif á fólk að það eltir gjarnan glannalegar, ósæmilegar og afkáralegar tískusveiflur. (1. Jóh. 2:15-17) Þegar við ákveðum hvernig við ætlum að klæða okkur og snyrta verðum við að hlýða hvatningu Biblíunnar um „að afneita óguðleik og veraldlegum girndum og lifa hóglátlega . . . í heimi þessum“. (Tít. 2:12) Við viljum ekki hneyksla aðra með útliti okkar, hvort sem um er að ræða trúbræður, starfsfólk á gisti- og veitingastöðum eða aðra. — 1. Kor. 10:32, 33.

3. Hvaða spurningar geta hjálpað okkur að líta í eigin barm varðandi útlit okkar?

3 Látlaus og sæmandi búningur: Spyrðu sjálfa(n) þig þegar þú býrð þig undir mótið: „Eru fötin, sem ég klæðist, látlaus eða vekja þau óþarfa athygli? Sýni ég með klæðnaði mínum að ég tek tillit til annarra? Eru blússurnar of flegnar eða of stuttar? Eru kjólarnir efnislitlir eða þröngir? Eru fötin hrein og lyktarlaus? Þegar ég slaka á eftir mótsdagskrána er ég þá hrein(n) og snyrtileg(ur) eins og boðbera fagnaðarerindisins sæmir eða klæðist ég fötum sem eru drusluleg, furðuleg, óviðeigandi og of hversdagsleg fyrir mótsgest með barmmerki? Veigra ég mér við að vitna óformlega vegna þess hvernig ég klæðist þegar ég er ekki á mótsstaðnum?“ — Rómv. 15:2, 3; 1. Tím. 2:9.

4. Hvernig geta aðrir hjálpað okkur að endurspegla hreint hugarfar í klæðaburði og snyrtingu?

4 Það getur verið gagnlegt að taka til greina ábendingar þroskaðra kristinna einstaklinga. Eiginkonur ættu að spyrja menn sína hvað öðrum gæti fundist um klæðnað þeirra. Og kristnir foreldrar geta hjálpað börnum sínum á þessu sviði. Enn fremur geta nærgætnar, eldri trúsystur laðað „hinar ungu til að . . . vera hóglátar“ og siðsamlegar í klæðaburði og snyrtingu svo að „orði Guðs verði ekki lastmælt“. (Tít. 2:3-5) Í ritunum okkar er einnig að finna góðar myndir sem sýna látlausan og snyrtilegan klæðnað.

5. Hvers vegna er mikilvægt að vera heilög í allri hegðun?

5 Góð hegðun á mótsstaðnum: Þar sem við erum þjónar Jehóva, hins heilaga Guðs, leggjum við okkur fram um að vera heilög í allri hegðun. (1. Pét. 1:15, 16) Það þýðir að við kappkostum að fylgja siðferðisreglum Jehóva á öllum sviðum lífsins.

6. Hvernig sýnum við góða hegðun á mótsstaðnum?

6 Við ættum sérstaklega að sýna af okkur góða hegðun og tillitssemi á mótsstaðnum. Við ættum að vera samvinnuþýð og fara eftir leiðbeiningum umsjónarmanna í salnum. (Hebr. 13:17) Fjölskyldur ættu að sitja saman og ekki leyfa börnum og unglingum að sitja saman nokkur í hóp. Ef upptökutæki eru notuð skal gæta þess að þau trufli ekki aðra. Ekki er leyfilegt að tengja þau við raf- og hljóðkerfi mótsstaðarins. Ef myndir eru teknar ætti ekki að nota leifturljós meðan á dagskránni stendur. Stilla verður farsíma þannig að þeir valdi ekki truflunum.

7. Hvernig getum við öll lofað Jehóva á meðan mótið stendur yfir?

7 Lofum Jehóva: Vottar Jehóva verða í sviðsljósinu á mótinu í sumar. Þá gefst okkur öllum, ekki aðeins þeim sem taka þátt í dagskrárliðunum, gott tækifæri til að lofa Jehóva. Kristileg hegðun og framkoma heiðrar Jehóva en það sem margir taka fyrst eftir er klæðaburður okkar og snyrting. Við skulum því öll lofa hann með því að vera látlaus og lofsverð í klæðaburði og hegðun. — Sálm. 148:12, 13; 1. Pét. 2:12.

[Rammi á blaðsíðu 5]

Hvað hjálpar okkur að vera lofsverð í klæðaburði og hegðun?

◼ Orð Guðs

◼ Sjálfsrannsókn

◼ Ábendingar annarra

◼ Ritin okkar

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila