Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.04 bls. 4
  • Hvers vegna er safnaðarbóknámið mikilvægt?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvers vegna er safnaðarbóknámið mikilvægt?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Svipað efni
  • Hvernig er bóknámshópurinn okkur til gagns?
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Bóknámsumsjónarmenn sýna persónulegan áhuga
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Hvernig getur starfshópurinn verið okkur til góðs?
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Leggðu bóknámsumsjónarmanninum lið
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 6.04 bls. 4

Hvers vegna er safnaðarbóknámið mikilvægt?

1. Hvaða fyrirkomulag var á safnaðarbóknáminu áður fyrr?

1 Árið 1895 voru Biblíunemendurnir, eins og Vottar Jehóva voru kallaðir í þá daga, með námshópa sem nefndir voru Dögunarhópar. Námið var byggt á ritröðinni Millennial Dawn (Dögun þúsundáraríkisins). Síðar voru þessir hópar kallaðir Berojuhópar. (Post. 17:11) Oft kom hæfilega stór hópur saman á einkaheimili eitthvert kvöld sem hentaði hópnum. Þessar samkomur voru fyrirrennarar safnaðarbóknámsins.

2. Hvernig getum við „uppörvast saman“ í bóknáminu?

2 Hvatning og aðstoð: Þar sem bóknámshópar eru af ásettu ráði hafðir fámennir fá þeir sem eru í hópnum betra tækifæri til að tjá trú sína. Þannig getum við „uppörvast saman fyrir hina sameiginlegu trú“ okkar. — Rómv. 1:12.

3, 4. Hvernig hjálpar bóknámsfyrirkomulagið okkur að gera þjónustu okkar góð skil?

3 Við getum lært að fara „rétt með orð sannleikans“ með því að fylgjast með kennsluaðferðum bóknámsumsjónarmannsins. (2. Tím. 2:15) Taktu eftir því hvernig hann leggur áherslu á að efnið sé byggt á Biblíunni. Hann gæti dregið fram lykilatriði með því að nota Biblíuna til að rifja efnið upp í lokin ef það hentar námsefninu sem er til umfjöllunar. Gott fordæmi hans getur hjálpað okkur að verða færari kennarar í boðunarstarfinu. — 1. Kor. 11:1.

4 Auk þess að stjórna bóknáminu vikulega fer bóknámsumsjónarmaðurinn með forystuna í að boða fagnaðarerindið. Í samráði við starfshirðinn gerir hann hentugar ráðstafanir fyrir boðunarstarfið. Hann reynir að hjálpa öllum í hópnum að sinna þeirri skyldu kristinna manna að prédika fagnaðarerindið og gera menn að lærisveinum. — Matt. 28:19, 20; 1. Kor. 9:16.

5. Hvaða aðstoð getum við fengið í bóknámshópunum?

5 Bóknámsumsjónarmaðurinn hefur áhuga á andlegri velferð allra í hópnum. Hann sýnir þeim áhuga á safnaðarsamkomum og þegar hann starfar með þeim á akrinum. Þegar hann heimsækir trúsystkini sín notar hann líka tækifærið til að uppörva þau í trúnni. Öllum ætti að finnast þeir geta leitað til bóknámsumsjónarmannsins hvenær sem þeir þurfa á andlegri aðstoð að halda. — Jes. 32:1, 2.

6. (a) Hvernig hefur það styrkt bræður okkar í ákveðnum löndum að hittast í smærri hópum? (b) Hvernig hefur þú haft gagn af bóknáminu?

6 Styrkjum hvert annað: Í löndum þar sem hömlur hvíla á starfi þjóna Guðs hittast bræðurnir oft í minni hópum. Bróðir nokkur sagði: „Jafnvel þótt starf okkar hafi verið bannað héldum við vikulegar samkomur í 10 til 15 manna hópum hvenær sem færi gafst. Á samkomunum fengum við andlegan styrk af biblíunámi okkar og félagsskapnum eftir námið. Við skiptumst á frásögum og gerðum okkur grein fyrir því að við áttum öll í sömu baráttunni.“ (1. Pét. 5:9) Við ættum einnig að styrkja hvert annað með því að styðja bóknámsfyrirkomulagið af heilum huga. — Ef. 4:16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila