Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.07 bls. 10
  • Hvernig er bóknámshópurinn okkur til gagns?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig er bóknámshópurinn okkur til gagns?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Svipað efni
  • Hvers vegna er safnaðarbóknámið mikilvægt?
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Bóknámsumsjónarmenn sýna persónulegan áhuga
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Hvernig getur starfshópurinn verið okkur til góðs?
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Eigum gott samstarf við bóknámsstjórann okkar
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2007
km 8.07 bls. 10

Hvernig er bóknámshópurinn okkur til gagns?

1. Á hvern hátt höfum við gagn af samkomunum fimm í hverri viku?

1 Í hverri viku eru haldnar fimm samkomur sem byggðar eru upp á ólíkan hátt og hafa ólíkan tilgang. Þær eru samt allar mikilvægar og hjálpa okkur til þess að við „gefum gætur hver að öðrum og hvetjum hver annan til kærleika og góðra verka“. (Hebr. 10:24, 25) Að hvaða leyti er bóknámshópurinn svo sérstakur og gagnlegur?

2. Hver er kosturinn við að hittast í fámennum hópi í bóknáminu?

2 Hjálp til að taka andlegum framförum: Bóknámið er mun fámennara en aðrar safnaðarsamkomur. Það er auðveldara að tengjast þar vináttuböndum sem veita okkur andlegan styrk. (Orðskv. 18:24) Hefur þú reynt að kynnast öllum í bóknámshópnum þínum til dæmis með því að biðja hvern og einn um að fara með þér í boðunarstarfið? Bóknámsumsjónarmaðurinn á auðvelt með að kynnast aðstæðum hvers og eins í hópnum og veita persónulega hvatningu. — Orðskv. 27:23.

3. Hvernig hefur bóknámshópurinn hvetjandi áhrif á biblíunemendur að mæta og viðstadda að koma með athugasemdir?

3 Hefur þú boðið biblíunemanda að koma í bóknámið með þér? Áhugasamir nemendur, sem hika við að koma á fjölmennar safnaðarsamkomur, eru síður hikandi við að koma á fámenna samkomu, sér í lagi á einkaheimili. Það er auðveldara fyrir ungt fólk og nýja þátttakendur að koma með athugasemdir þegar andrúmsloftið er hlýlegt og náið. Í fámennum hópi höfum við líka fleiri tækifæri til að tjá okkur og lofa Jehóva. — Sálm. 111:1.

4. Að hvaða leyti getur bóknámið verið hentugt fyrirkomulag?

4 Bóknámið er venjulega haldið á hentugum stöðum víða á svæðinu. Þó að ekki sé hægt fyrir alla að tilheyra bóknámshópi sem næst heimilinu er líklegt að það sé styttra að fara en þegar þeir sækja aðrar safnaðarsamkomur. Bóknámsstaðurinn getur einnig verið hentugur fyrir samansafnanir fyrir boðunarstarfið.

5. Hvernig getum við fengið hjálp í boðunarstarfinu frá bóknámsumsjónarmanninum?

5 Hjálp í boðunarstarfinu: Bóknámsumsjónarmaðurinn hefur áhuga á að hjálpa hverjum og einum að taka reglulega þátt í boðunarstarfinu, ná árangri og hafa gleði af því. Þess vegna reynir hann að starfa með hverjum einstökum í hópnum og veitir aðstoð á ýmsum sviðum starfsins. Ef þú átt erfitt með einhvern þátt boðunarstarfsins, til dæmis að fara í endurheimsóknir, láttu þá bóknámsumsjónarmanninn vita. Hann getur kannski hagað því þannig að þú starfir með reyndum boðbera úr hópnum. Þú getur orðið hæfari biblíukennari með því að taka vel eftir góðum kennsluaðferðum bóknámsumsjónarmannsins þegar hann stjórnar bóknáminu.— 1. Kor. 4:17.

6. Hvers vegna ættum við að nýta okkur bóknámshópinn til fulls?

6 Bóknámshópunum fylgir mikil blessun. Þessi kærleiksríka gjöf frá Guði hjálpar okkur að hafa örugga andlega fótfestu á þeim erfiðu tímum sem við lifum. — Sálm. 26:12.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila