Upprifjun svæðismótsins
Þetta efni verður notað til að veita okkur forsmekkinn af dagskrá svæðismótsins fyrir þjónustuárið 2005 og til að rifja hana upp eftir mótið. Í greininni „Nýtt fyrirkomulag á upprifjun mótanna“, sem finna má á blaðsíðu 4 í þessum viðauka, er útskýrt hvernig farið verður yfir efnið. Í upprifjuninni skal taka frá ákveðinn tíma fyrir hverja spurningu þannig að hægt sé að spyrja allra spurninganna. Leggja ætti áherslu á hvernig við getum farið eftir því sem fram kom á mótinu.
LAUGARDAGUR, ÁRDEGIS
1. Hvað hjálpar okkur að öðlast visku frá Guði?
2. Hvað hafa boðberar á svæðinu gert til að koma fagnaðarerindinu á framfæri við sem flesta?
LAUGARDAGUR, SÍÐDEGIS
3. Hvers vegna er mikilvægt að kristnir menn séu hreinir hið innra? Hvers krefst það af okkur?
4. Hvernig getum við haldið frið við trúsystkini okkar?
5. Hvað er sanngirni og hvernig endurspeglast hún í því hvernig við notum tíma okkar?
6. Hvað lærum við af fordæmi Sáls og Nóa? Hvernig getum við sýnt að við erum hlýðin? (Jak. 3:17)
7. Hvernig geta kristnir menn forðast að lifa tvöföldu lífi?
8. Hvernig getum við líkt eftir Páli og talað speki Guðs?
SUNNUDAGUR, ÁRDEGIS
9. Hvers vegna verðum við að gæta að því hvað við leggjum stund á og hvað hjálpar okkur til þess?
10. Hvað leggja boðberar á svæðinu á sig til að sækja samkomur reglulega og hvernig hefur það gagnast þeim?
11. Hvernig geta þeir sem veita fjölskyldu forstöðu byggt hana upp?
12. Um hvaða þarfir farandsvæðisins var rætt?
SUNNUDAGUR, SÍÐDEGIS
13. Að hvaða réttlætisverki hefur spekin að ofan stuðlað eins og bent var á í opinbera fyrirlestrinum?
14. Hvers vegna er heimskulegt að treysta á sjálf okkur eða á þá sem láta viskuna að ofan ekki vísa sér veginn? Á hverju þurfum við að vara okkur?
15. Frá hvaða tálgryfjum forðar viska Guðs okkur?
16. Hvers vegna er brýnt að fara eftir þeim ráðleggingum sem gefnar voru á svæðismótinu?