Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.04 bls. 6
  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Svipað efni
  • Upprifjun sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • ‚Gætið að hvernig þið heyrið‘
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Ný dagskrá sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 8.04 bls. 6

Dagskrá sérstaka mótsdagsins

Ef við sjáum eða heyrum eitthvað sem varar okkur við hættu en breytum ekki eftir því getur það haft hræðilegar afleiðingar í för með sér. Það er enn mikilvægara að breyta eftir andlegu leiðbeiningunum sem Jehóva gefur. Á dagskrá sérstaka mótsdagsins fyrir næstkomandi þjónustuár verður lögð áhersla á þetta. Stef mótsins er „Gætið að hvernig þið heyrið“. — Lúk. 8:18.

Fulltrúi deildarskrifstofunnar flytur ræðu sem fjallar um það hvernig ráðleggingarnar í upphafsköflunum í innblásnu bréfi Páls til Hebrea eiga erindi til okkar nú á tímum. Lokaræðan verður einnig flutt af fulltrúa deildarskrifstofunnar og ber stefið „Gefðu stöðugt gaum að fræðslunni frá Guði“. Þar verðum við hvött til að líta í eigin barm og rannsaka hvort við séum einlæglega að hlýða á Jehóva, son hans og ,hinn trúa og hyggna þjón‘. — Matt. 24:45.

Nokkrir dagskrárliðir á mótinu koma fjölskyldum sérstaklega að gagni. Ræðan „Fjölskyldur sem hlýða á orð Guðs án truflunar“ hjálpar okkur að koma í veg fyrir að málefni heimsins kæfi andlegt hugarfar okkar. Í henni verða viðtöl við þá sem hafa gert breytingar til þess að láta andleg mál hafa forgang í lífinu. Í ræðunni „Unglingar styrkjast í trúnni þegar þeir hlýða vandlega á orð Guðs“ verða viðtöl við unglinga sem hafa þurft að svara fyrir sannleikann í skólanum, frammi fyrir jafnöldrum sínum eða í boðunarstarfinu. Ræðan „Börn sem hlýða á Guð og læra“ minnir okkur á að vanmeta ekki hæfni barna til að læra. Viðtöl við foreldra og börn leiða okkur fyrir sjónir hvaða gagn það hefur að kenna börnum vegi Jehóva frá blautu barnsbeini.

Satan „afvegaleiðir alla heimsbyggðina“ en Jehóva sýnir trúföstum þjónum sínum hvaða veg þeir eiga að ganga. (Opinb. 12:9; Jes. 30:21) Ef við hlýðum vandlega á ráðleggingar hans og förum eftir þeim í lífinu verðum við vitur og hamingjusöm og hljótum eilíft líf. — Orðskv. 8:32-35.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila