Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.04 bls. 1
  • Getur þú rétt hjálparhönd?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Getur þú rétt hjálparhönd?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Svipað efni
  • ‚Vilt‘ þú hjálpa öðrum?
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Mundu eftir trúföstu öldruðu fólki
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Gætir þú boðið fram aðstoð?
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Hvað getur hjálpað okkur að standa stöðug í trúnni?
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 11.04 bls. 1

Getur þú rétt hjálparhönd?

1 Jehóva leitar alltaf leiða til að rétta ráðvöndum þjónum sínum hjálparhönd. (2. Kron. 16:9; Jes. 41:10, 13) Jesaja líkti honum við umhyggjusaman fjárhirði þegar hann ritaði: „[Hann mun] taka unglömbin í faðm sér og bera þau í fangi sínu, en leiða mæðurnar.“ (Jes. 40:11) Hugleiðum hvernig við getum líkt eftir ástríkri umhyggju Jehóva.

2 Bjóðum nýjum hjálp: Við getum rétt nýjum hjálparhönd með því að bjóða þeim að njóta uppbyggjandi félagsskapar með okkur. (Orðskv. 13:20) Bróðir nokkur minntist þess hvernig aðrir hjálpuðu honum þegar hann byrjaði að hafa samskipti við söfnuðinn: „Mér var oft boðið að vera með í fjölskyldunámi. Þegar ég hafði tekið framförum buðu ung brautryðjendahjón mér með sér í boðunarstarfið heilu dagana. Við áttum alltaf góðar samræður um andleg mál.“ Hann bætti við: „Áður en ég gerðist kristinn var ég vanur að fara út að skemmta mér á föstudags- og laugardagskvöldum. En sá tími sem ég átti með bræðrum og systrum uppfyllti félagslega þörf mína.“ Kærleikurinn, sem þessi bróðir fann fyrir í söfnuðinum, hjálpaði honum að verða rótfastur og staðfastur í trúnni og hann þjónar nú sem betelíti. — Kól. 2:6, 7.

3 Byggið hvert annað upp: Ef trúsystkini okkar lenda í erfiðleikum getum við litið á það sem tækifæri til að rétta hjálparhönd. Gætir þú fengið óstyrkan boðbera til að taka þátt í símastarfi með þér eða boðið honum að vera með þegar þú stjórnar biblíunámskeiði? Þú gætir jafnvel boðið nemandanum heim til hans. Ef til vill gæti foreldri með ungt barn þegið hjálparhönd í boðunarstarfinu. Kannski myndi óframfærinn boðberi þiggja hjálp þína við endurheimsóknir eða aðra þætti þjónustunnar. Ef þú hefur kærleiksríkan áhuga á trúsystkinum þínum munt þú leita leiða til að vera uppbyggjandi. — Rómv. 14:19.

4 Þegar við líkjum eftir hlýlegri væntumþykju Jehóva gagnvart þjónum sínum, styrkjum við hvert annað og hjálpum til við að sameina söfnuðinn í kærleika og heiðra okkar himneska föður. — Ef. 4:16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila