Vitnisburður án orða
1 Sköpunarverk Jehóva umhverfis okkur gefur miklar upplýsingar um hið ósýnilega eðli hans, án þess að segja orð. (Sálm. 19:2-4; Rómv. 1:20) Á svipaðan hátt gefur góð hegðun, kristnir eiginleikar og látlaust útlit vitnisburð án orða. (1. Pét. 2:12; 3:1-4) Öll ætti okkur að langa til að prýða „kenningu Guðs frelsara vors í öllum greinum“ með framkomu okkar. — Tít. 2:10.
2 Hvernig geta ófullkomnir menn varpað ljóma á kenningar Biblíunnar? Það er aðeins hægt með leiðsögn frá orði Guðs og krafti heilags anda. (Sálm. 119:105; 143:10) Orð Guðs „er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði“. (Hebr. 4:12) Það smýgur inn í innstu fylgsni okkar og gerir okkur kleift að íklæðast hinum nýja manni. (Kól. 3:9, 10) Heilagur andi veitir okkur æskilega eiginleika eins og gæsku, góðvild, hógværð og sjálfstjórn. (Gal. 5:22, 23) Leyfum við orði Guðs og anda að hafa áhrif á líf okkar? — Ef. 4:30; 1. Þess. 2:13.
3 Aðrir taka eftir því: Aðrir taka eftir því þegar við lifum eftir siðferðisreglum Jehóva og reynum að endurspegla eiginleika hans. Lítum á dæmi um mann sem varð að athlægi vinnufélaga sinna af því að hann var lágvaxinn. Systir, sem vann á sömu skrifstofu, kom alltaf fram við hann með virðingu og tillitsemi. Það varð til þess að hann spurði hana af hverju hún væri ekki eins og hinir. Hún sagði að tillitsemi hennar stafaði af því að hún færi eftir meginreglum Biblíunnar í lífi sínu. Hún kynnti einnig fyrir honum vonina um Guðsríki. Maðurinn fór að kynna sér Biblíuna og lét að lokum skírast. Þegar hann sneri aftur til ættlands síns urðu ættingjar hans hrifnir af framkomu hans og nokkrir þeirra tóku einnig við sannleikanum.
4 Við getum með boðunarstarfinu og góðri hegðun okkar á vinnustað, í skóla eða í samskiptum við ættingja og nágranna orðið til þess að aðrir vegsami Guð. — Matt. 5:16.