Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. október
Lestu spurninguna á forsíðunni. Spyrðu síðan: „Veistu við hvaða tákn er átt? [Gefðu kost á svari og lestu síðan Matteus 24:3.] Þetta tölublað Varðturnsins fjallar um fimm lykilatriði þessa tákns og útskýrir hvers vegna við verðum að gefa því gaum.“ Sýndu rammagreinina á bls. 6.
Vaknið! október-desember
„Misnotkun áfengis er undirrót alls konar vandamála. Í þessu blaði er fjallað um áhrif áfengis á líkamann. [Sýndu myndina á bls. 7.] Í blaðinu er bent á hvernig fólk geti losnað úr ánauð áfengis og hvað aðrir geti gert til að hjálpa þeim sem eru þannig á vegi staddir.“
Kynning á Kröfubæklingnum
„Menn þurfa að takast á við margt í lífinu nú á tímum og því mætti spyrja hvort bænin geti komið okkur að raunverulegu gagni?[Gefðu kost á svari.] Margir segja að bænin veiti þeim innri styrk. [Lestu Filippíbréfið 4:6, 7.] Engu að síður getur þeim fundist að þeir fái ekki bænheyrslu. [Opnaðu Kröfubæklinginn á kafla 7.] Þessi bæklingur útskýrir hvernig bænin getur gagnast okkur sem best.“