Hvernig nota má bókina Hvað kennir Biblían? til að hefja biblíunámskeið
Mörg okkar vildu með ánægju stjórna biblíunámskeiði ef okkur tækist aðeins að koma því á. Nýja bókin, Hvað kennir Biblían?, getur orðið okkur að liði. Formálinn á bls. 3-7 er ætlaður til þess að draga húsráðanda inn í biblíulegar samræður með því að nota bókina. Þeim sem hafa takmarkaða reynslu í boðunarstarfinu mun jafnvel finnast auðvelt að hefja biblíunámskeið með þessu móti.
◼ Það mætti prófa eftirfarandi aðferð og nota bls. 3:
Þegar minnst hefur verið á fréttaefni eða vandamál, sem varðar fólk á svæðinu, er athygli húsráðanda beint að feitletruðu spurningunum á bls. 3 og hann hvattur til að tjá sig um þær. Síðan er flett upp á bls. 4-5.
◼ Eins er hægt að byrja með því að beina athyglinni að bls. 4-5:
Það mætti segja: „Væri ekki dásamlegt ef breytingarnar, sem sjást hér á myndunum, yrðu að veruleika?“ Eða varpa fram spurningunni: „Hvert af þessum loforðum vildir þú að uppfylltist?“ og hlusta vandlega á svarið.
Ef húsráðanda finnst einn ritningarstaðanna sérstaklega áhugaverður má sýna honum hvað Biblían segir um málið með því að athuga greinarnar í bókinni sem fjalla um ritningarstaðinn. (Sjá rammagrein á þessari blaðsíðu í viðaukanum.) Farið er yfir efnið á sama hátt og um biblíunámskeið væri að ræða. Þetta er hægt að gera á fimm til tíu mínútum í fyrstu heimsókninni og það í dyragættinni.
◼ Önnur aðferð er sú að fá viðmælandann til að tjá sig og nota þá bls. 6:
Athygli húsráðanda er beint að spurningunum neðst á blaðsíðunni og spurt: „Hefurðu einhvern tíma velt þessum spurningum fyrir þér? Ef hann sýnir áhuga er flett upp á þeim efnisgreinum í bókinni sem svara spurningunni. (Sjá rammagrein á þessari blaðsíðu í viðaukanum.) Segja má að biblíunámskeið sé hafið þar sem þið ræðið saman um efnið.
◼ Hægt væri að nota efnið á bls. 7 til að sýna hvernig biblíunámskeið fer fram:
Lestu fyrstu fjórar setningarnar á blaðsíðunni og flettu síðan upp á þriðja kafla og sýndu námsaðferðina með því að fara yfir greinar 1-3. Mæltu þér mót við viðmælandann til að ræða um svörin við spurningunum í þriðju efnisgreininni.
◼ Hvernig hægt er að ákveða endurheimsókn:
Þegar fyrstu námsstundinni er lokið eru lögð drög að því að halda áfram síðar. Það væri hægt að segja: „Á aðeins nokkrum mínútum höfum við fengið að vita hvað Biblían segir um þýðingamikið málefni. Næst getum við rætt [húsráðandi fær ákveðna spurningu til íhugunar]. Má ég koma við hjá þér á sama tíma að viku liðinni?“
Þar sem dagur Jehóva nálgast heldur hann áfram að láta okkur í té það sem við þurfum til að ljúka verkinu sem okkur er ætlað að vinna. (Matt. 28:19, 20; 2. Tím. 3:17) Við skulum nýta þetta frábæra nýja hjálpargagn til að hefja biblíunámskeið.
[Rammi á blaðsíðu 3]
Umræður um ritningarstaði á bls. 4-5
◻ Opinberunarbókin 21:4 (bls. 27-8, gr. 1-3)
◻ Jesaja 33:24; 35:5, 6 (bls. 36, gr. 22)
◻ Jóhannes 5:28, 29 (bls. 72-3, gr. 17-19)
◻ Sálmur 72:16 (bls. 34, gr. 19)
Svör við spurningum á bls. 6
◻ Hvers vegna þjáumst við? (bls. 108, gr. 6-8)
◻ Hvernig getum við tekist á við áhyggjur lífsins? (bls. 184-5, gr. 1-3)
◻ Hvernig getum við gert fjölskyldulífið hamingjuríkara? (bls. 142-3, gr.20)
◻ Hvað verður um okkur þegar við deyjum? (bls. 58-9, gr. 5-6)
◻ Eigum við nokkurn tíma eftir að sjá aftur látna ástvini? (bls. 72-3, gr. 17-19)
◻ Hvernig getum við treyst því að Guð uppfylli loforð sín um framtíðina? (bls. 25, gr. 17)