Hvernig má hefja biblíunámskeið hjá þeim sem hafa fengið blöðin?
1. Hvaða markmið höfum við þegar við bjóðum blöðin?
1 Á laugardögum bjóðum við blöðin Varðturninn og Vaknið! í boðunarstarfinu. En það er aðeins fyrsta skrefið í átt að því markmiði að kenna hjartahreinu fólki sannleikann. Hér á eftir koma nokkrar tillögur um það hvernig nota megi bókina Hvað kennir Biblían? til að hefja biblíunámskeið í endurheimsóknum. Þú getur lagað þær að starfsvæðinu þínu og notað eigið orðalag. Hikaðu ekki við að nota aðra aðferð ef hún hefur reynst vel.
2. Hvernig gætum við notað formálann í bókinni Hvað kennir Biblían? til að hefja biblíunámskeið?
2 Notaðu formálann: Þegar þú heimsækir fólk aftur gætirðu sagt: „Blöðin sem þú fékkst hjá mér síðast beina athyglinni að Biblíunni. Taktu eftir því hvers vegna biblíulestur er svona mikilvægur.“ Lestu Jesaja 48:17, 18, Jóhannes 17:3 eða annan ritningastað sem á við. Þegar þú ert búinn að kynna bókina Hvað kennir Biblían? og rétta húsráðandanum sitt eintak gætirðu haldið samtalinu áfram og sagt:
◼ „Biblían gefur okkur örugga framtíðarvon.“ Sýndu húsráðanda blaðsíður 4, 5 og spyrðu síðan „Hvert þessara loforða myndir þú vilja sjá verða að veruleika?“ Bentu honum á kaflann sem fjallar um þetta tiltekna loforð Biblíunnar og ef húsráðandi leyfir skaltu ræða stuttlega um eina eða tvær greinar.
◼ Þú gæti líka sagt: „Biblían svarar mikilvægustu spurningum lífsins.“ Beindu athygli húsráðandans að blaðsíðu 6 og spyrðu hvort hann hafi nokkurn tíma hugleitt einhverja af spurningunum neðst á síðunni. Flettu upp á þeim kafla sem svarar spurningunni og ræddu stuttlega um eina eða tvær greinar.
◼ Þú gætir líka bent á nokkur kaflaheiti í efnisyfirlitinu og spurt hvert þeirra honum finnist áhugavert. Flettu upp á þeim kafla og sýndu stuttlega hvernig biblíunámskeiði er háttað.
3. Hvernig getum við komið af stað biblíunámskeiði hjá húsráðanda sem þiggur blað um (a) versnandi heimsástand? (b) fjölskylduna? (c) áreiðanleika Biblíunnar?
3 Berðu fram spurningu í lok fyrstu heimsóknar: Það er líka hægt að leggja grunn að endurheimsókn strax í fyrstu heimsókn. Eftir að húsráðandi hefur þegið blöðin skaltu bera fram spurningu og lofa að koma aftur og svara henni. Reyndu að ákveða með húsráðanda hvenær þú getur komið aftur og stattu svo við það. (Matt. 5:37) Þegar þú kemur síðan aftur skaltu minna húsráðandann á spurninguna og lesa svarið upp úr bókinni Hvað kennir Biblían? og ræða það stuttlega. Réttu honum eintak svo að hann geti fylgst með. Hér eru nokkrar tillögur:
◼ Ef blaðið fjallar um versnandi heimsástand gætirðu sagt: „Næst þegar ég kem getum við rætt um svar Biblíunnar við spurningunni: ‚Hvaða breytingar mun Guð gera hér á jörðinni?‘“ Sýndu húsráðanda blaðsíður 4 og 5 í næstu heimsókn. Þú gætir einnig spurt: „Eru harmleikir vilji Guðs?“ Þegar þú kemur aftur geturðu sýnt húsráðanda greinar 7 og 8 í 1. kafla.
◼ Ef blaðið, sem viðkomandi fékk, fjallar um fjölskylduna gætirðu spurt eftirfarandi spurningar áður en þú kveður: „Hvað getur hver og einn í fjölskyldunni gert til að stuðla að farsælu fjölskyldulífi?“ Þegar þú kemur aftur skaltu fara yfir grein 4 í 14. kafla.
◼ Ef blaðið fjallar um áreiðanleika Biblíunnar gætirðu borið fram eftirfarandi spurningu til að svara í næstu heimsókn: „Er Biblían vísindalega nákvæm?“ Þegar þú kemur aftur skaltu fara yfir grein 8 í 2. kafla.
4. Hvað ættum við að gera ef húsráðandi þiggur ekki bókina Hvað kennir Biblían?
4 Í hvert sinn sem þú lýkur samtali skaltu varpa fram annarri spurningu til að ræða um í næstu heimsókn. Þegar biblíunámskeið er komið vel af stað skaltu fara markvisst yfir bókina frá upphafi til enda. En hvað ef húsráðandi þiggur ekki bókina? Þú getur samt haldið áfram að færa honum blöðin og ræða við hann um Biblíuna. Með því að glæða áhuga hans þiggur hann kannski biblíunámskeið er fram líða stundir.
5. Hvers vegna ættum við ekki aðeins að bjóða fólki blöðin?
5 Blöðin Varðturninn og Vaknið! geta kveikt löngun hjá fólki til að kynna sér það sem Biblían kennir í raun og veru. Þess vegna skaltu leggja þig fram um að hefja biblíunámskeið hjá fólki sem þiggur blöðin. Þannig hlýðum við fyrirmælum Jesú um að ‚gera menn að lærisveinum og kenna þeim‘. — Matt. 28:19, 20.