Tökum framförum í boðunarstarfinu – bjóðum bókina Hvað kennir Biblían?
Af hverju er það mikilvægt? Bókin Hvað kennir Biblían? er eitt aðalkennslugagnið í verkfærakistunni okkar. En til að við getum notað hana til að kenna fólki þarf það fyrst að fá hana. Við ættum því öll að leggja okkur fram við að bjóða fólki bókina Hvað kennir Biblían? (Orðskv. 22:29) Það má gera á ýmsa vegu og boðberar ættu að nota þá aðferð sem hentar þeim best.
Prófið eftirfarandi í mánuðinum:
Æfið ykkur í tilbeiðslustund fjölskyldunnar.
Segið öðrum boðberum hvað þið ætlið að segja þegar þið eruð í boðunarstarfinu. (Orðskv. 27:17) Ef kynningin reynist ekki vel reynið þá nýja.