Tökum framförum í boðunarstarfinu – notum bókina Hvað kennir Biblían? til að sýna hvernig biblíunámskeið fer fram
Af hverju er það mikilvægt? Margir skilja ekki hvað felst í því þegar við bjóðum ókeypis biblíunámskeið. Þeir gætu haldið að þeir þyrftu að tilheyra námshópi eða taka þátt í bréfanámskeiði. Hvers vegna ekki að sýna þeim hvernig biblíunámskeið fer fram frekar en að bjóða þeim biblíunámskeið? Á fáeinum mínútum geturðu sýnt húsráðanda, jafnvel við útidyrnar, hversu einfalt og fræðandi það getur verið að kynna sér Biblíuna.
Prófaðu eftirfarandi í mánuðinum:
Biddu Jehóva í bæn um að hjálpa þér að hefja nýtt biblíunámskeið. – Fil. 2:13.
Reyndu annaðhvort að nota bókina Hvað kennir Biblían? tiI að sýna hvernig biblíunámskeið fer fram eða sýna myndskeiðið Hvernig fer biblíunámskeið fram? að minnsta kosti einu sinni í boðunarstarfinu.