Hefur þú sýnt biblíunámsaðferðina í fyrstu heimsókn?
Þegar biblíunámskeið er boðið segja sumir húsráðendur að þeir hafi ekki áhuga eða að þeir geti fengið biblíufræðslu í kirkjunni sinni. En þar sem þeir geta einungis borið hugtakið biblíunámskeið saman við eigin reynslu hafa þeir enga hugmynd um hvað það getur verið fróðlegt og ánægjulegt. Í stað þess að bjóða einfaldlega biblíunámskeið, væri þá ekki tilvalið að nota fáeinar mínútur til að sýna námsaðferðina í fyrstu heimsókn. Tökum dæmi: Það er ekki nóg að segjast elda góðan mat og bjóðast til að koma seinna með mat; bjóddu fólki frekar strax að smakka. Þú gætir á fáeinum mínútum prófað eftirfarandi kynningu en hún er byggð á tillögu á bls. 6 í Ríkisþjónustu okkar í janúar 2006:
„Heldur þú að þessi orð eigi einhvern tíma eftir að rætast? [Lestu Jesaja 33:24 og gefðu kost á svari.] Mætti ég sýna þér athyglisverða bók sem fjallar um þetta efni?“ Réttu húsráðandanum bókina Hvað kennir Biblían? og bentu á 22. tölugrein á bls. 36. Lestu spurninguna neðst á blaðsíðunni og hvettu húsráðandann til að finna svarið á meðan þú ert að lesa tölugreinina. Lestu síðan spurninguna aftur og hlustaðu á svar húsráðandans. Lesið annan ritningarstað saman. Berðu fram spurningu til að svara í næstu heimsókn og ákveðið í sameiningu hvenær best sé að þú komir aftur. Þetta er upphafið af nýju biblíunámskeiði.