Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. febrúar
„Hvar heldur þú að hjón geti fengið áreiðanlegar leiðbeiningar? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir hver er höfundur hjónabandsins. [Lestu 1. Mósebók 2:22.] Guð gaf líka leiðbeiningar varðandi það göfuga hlutverk sem hann ætlaði eiginmönnum og eiginkonum. Þetta er útskýrt frekar í blaðinu.“
Vaknið! janúar-mars
„Öllum finnst mikilvægt að fá góða læknismeðferð. Vissirðu að margir læknar hika núorðið við að gefa sjúklingum blóð? [Gefðu kost á svari.] Í þessu blaði er fjallað um ástæðuna. Þar kemur einnig fram hvers vegna blóð er verðmætt í augum Guðs.“ Lestu 3. Mósebók 17:11.
Vaknið! janúar-mars
„Ýmsir trúarhópar hafa ólíkar skoðanir á neyslu áfengis. Hvað heldurðu að Biblían segi um málið? [Gefðu kost á svari.] Þó að fyrsta kraftaverk Jesú hafi verið að breyta vatni í vín er að finna eftirfarandi áminningarorð í Biblíunni. [Lestu Orðskviðina 20:1.] Í þessari grein er fjallað um öfgalaust viðhorf Biblíunnar til áfengis.“ Sýndu greinina sem byrjar á bls. 24.