Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. febrúar
„Heldur þú að hið illa hafi sigrað hið góða, í ljósi allra þeirra blóðsúthellinga sem hafa átt sér stað? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir hvað Biblían segir um Guð. [Lestu Sálm 83:19.] Getur hið illa virkilega sigrað fyrst Guð er Hinn hæsti yfir allri jörðinni? [Gefðu kost á svari.] Þetta tölublað Varðturnsins gefur okkur fullnægjandi svar við þessari spurningu.“
Vaknið! janúar-mars
„Heldurðu að bænir trúarleiðtoga eða annarra geti stuðlað að heimsfriði? [Gefðu kost á svari.] Biblían gefur fyrirheit um alheimsfrið. [Lestu Jesaja 9:6, 7.] Tókstu eftir því að ákveðinn stjórnandi á að koma á heimsfriði? Í þessu tölublaði Vaknið! er sýnt fram á hver þessi stjórnandi er og hvernig hann mun koma á raunverulegum friði.“
Kynning á Kröfubæklingnum
Eftir að hafa dreift tímaritunum Varðturninum og Vaknið! gætir þú spurt viðtakandann hvort þú megir lesa stutta grein fyrir hann. Ef hann samþykkir það opnaðu þá Kröfubæklinginn á kafla 5. Bentu á spurningarnar í upphafi kaflans og biddu hann að hlusta eftir svarinu við fyrstu spurningunni á meðan þú lest fyrstu greinina. Spyrðu spurningarinnar þegar þú hefur lokið við að lesa greinina og hlustaðu á svar hans. Bjóddu honum bæklinginn og ef hann þiggur hann skaltu gera ráðstafanir til að koma aftur og fá svar hans við næstu tveim spurningum við þennan kafla.