Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. feb.
„Margir nota myndir og líkneski í tilbeiðslu sinni. Heldur þú að slíkir hlutir geri eitthvað gagn? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir hvað hinn sanni Guð mun gera fyrir okkur. [Lestu Opinberunarbókina 21:3, 4.] Aðeins raunverulegur Guð getur áorkað þessu. Þetta tímarit sýnir fram á hver hann er og hvernig það er okkur til góðs að leggja traust okkar á hann.“
Vaknið! jan.-mar.
„Ert þú sammála því að fólk nú á dögum virðist vera undir meira álagi en nokkru sinni fyrr? [Leyfðu viðmælandanum að svara.] Biblían var búin að spá þessu fyrir. [Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:1.] Mörgum finnst lífið svo erfitt að þeir gefast upp. Þetta blað er mjög uppörvandi og sýnir hvernig hægt er að sigrast á örvæntingu og gera lífið þess virði að lifa.“
Kynning fyrir boðunarstarfið
„Heldur þú að við mennirnir getum einhvern tíma lifað hamingjuríku lífi hér á jörðinni? [Gefðu kost á svari og lestu Opinberunarbókina 21:3, 4. Skýrðu versin stuttlega.] Biblían segir að Guðsríki komi þessu til leiðar. Og hún segir einnig hvernig þetta ríki kemur á réttlæti og góðu ástandi hér á jörð.“ Lestu Daníel 2:44 og skýrðu versið stuttlega. Síðan gætirðu spurt: „Veistu hvaða ríki þetta er? [Gefðu kost á svari.] Hér er átt við Guðsríki sem okkur er kennt að biðja um í Faðirvorinu. [Lestu Matteus 6:9, 10.] Þetta er ríkisstjórn sem mun fara með yfirráð yfir allri jörðinni.“ [Bjóddu síðan rit sem tengjast efninu.]